Anda léttar eftir dóm Landsréttar um lögmæti arðgreiðslna fyrirtækja Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. nóvember 2019 07:00 Héraðsdómur hafði áður staðfest úrskurð Ríkisskattstjóra. Fréttablaðið/ernir Nýfallinn dómur Landsréttar um lögmæti arðgreiðslna úr fyrirtækjasamstæðu veldur því að Ríkisskattstjóri mun ekki geta tekið til endurskoðunar ýmsar arðgreiðslur fyrirtækja sem höfðu beitt slíkri aðferð um árabil. „Hefði dómurinn fallið Ríkisskattstjóra í vil þá hefði embættið væntanlega haft heimild til að endurskoða ýmsar arðgreiðslur sem hafa átt sér stað úr samstæðum fyrir árið 2016 og hugsanlega krefjast tekjuskatts af slíkum greiðslum í stað þess fjármagnstekjuskatts sem greiddur var,“ segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður International Seafood Holding. Í málinu var felldur úr gildi úrskurður Ríkisskattstjóra sem héraðsdómur hafði staðfest. Málið varðaði það hvort arðgreiðsla til International Seafood Holding í Lúxemborg, sem var móðurfélag Iceland Seafood International, af óráðstöfuðu eigin fé sem myndast hafði á grundvelli hlutdeildar í jákvæðri af komu dótturfélaga sinna, væri lögmæt úthlutun fjármuna úr félaginu. Taldi Ríkisskattstjóri að arðgreiðslan væri ólögmæt þar sem arðurinn hefði byggst á afkomu dótturfélags en ekki móðurfélagsins og hafnaði kröfu um endurgreiðslu á afdráttarskatti af arðinum sem félagið átti rétt á samkvæmt tvísköttunarsamningi milli Íslands og Lúxemborgar. Úrskurður Ríkisskattstjóra var kærður til héraðsdóms sem staðfesti úrskurðinn en Landsréttur hefur nú snúið dómi héraðsdóms við.Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður hjá LEXlex„Þetta kom okkur spánskt fyrir sjónir vegna þess að það var engin lagaheimild fyrir þessari túlkun. Dómur Landsréttar tekur undir það og er jafnframt skýr um það að í breytingarlögunum sem tóku gildi árið 2016 hafi ekki falist lögfesting á eldri reglu um að hlutdeildartekjur skyldu færast sem bundið eigið fé í ársreikningi móðurfélags, heldur fólst í þeim innleiðing á nýrri lagareglu á grundvelli Evróputilskipunar. Slík afturvirk beiting breytingarlaganna hefði auk þess falið í sér brot gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Fjöldinn allur af félögum hafði greitt arð á þessum grundvelli fram til ársins 2016 og önnur niðurstaða hefði augljóslega sett skattskil þeirra í ákveðið uppnám,“ segir Guðmundur. Ríkisskattstjóri mun hafa verið í biðstöðu á meðan málið var til meðferðar í dómskerfinu samkvæmt heimildum Markaðarins. Taldi Ríkisskattstjóri að dómur Landsréttar hefði fordæmisgildi og embættið var því með mörg mál í pípunum. Hins vegar voru skiptar skoðanir á meðal stjórnenda hjá Ríkisskattstjóra um úrskurð embættisins í málinu og töldu jafnvel sumir að niðurstaða héraðsdóms hefði verið röng. Dómur Landsréttar var kveðinn upp 8. nóvember og hefur Ríkisskattstjóri mánuð frá dómsuppkvaðningu til að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Nýfallinn dómur Landsréttar um lögmæti arðgreiðslna úr fyrirtækjasamstæðu veldur því að Ríkisskattstjóri mun ekki geta tekið til endurskoðunar ýmsar arðgreiðslur fyrirtækja sem höfðu beitt slíkri aðferð um árabil. „Hefði dómurinn fallið Ríkisskattstjóra í vil þá hefði embættið væntanlega haft heimild til að endurskoða ýmsar arðgreiðslur sem hafa átt sér stað úr samstæðum fyrir árið 2016 og hugsanlega krefjast tekjuskatts af slíkum greiðslum í stað þess fjármagnstekjuskatts sem greiddur var,“ segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður International Seafood Holding. Í málinu var felldur úr gildi úrskurður Ríkisskattstjóra sem héraðsdómur hafði staðfest. Málið varðaði það hvort arðgreiðsla til International Seafood Holding í Lúxemborg, sem var móðurfélag Iceland Seafood International, af óráðstöfuðu eigin fé sem myndast hafði á grundvelli hlutdeildar í jákvæðri af komu dótturfélaga sinna, væri lögmæt úthlutun fjármuna úr félaginu. Taldi Ríkisskattstjóri að arðgreiðslan væri ólögmæt þar sem arðurinn hefði byggst á afkomu dótturfélags en ekki móðurfélagsins og hafnaði kröfu um endurgreiðslu á afdráttarskatti af arðinum sem félagið átti rétt á samkvæmt tvísköttunarsamningi milli Íslands og Lúxemborgar. Úrskurður Ríkisskattstjóra var kærður til héraðsdóms sem staðfesti úrskurðinn en Landsréttur hefur nú snúið dómi héraðsdóms við.Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður hjá LEXlex„Þetta kom okkur spánskt fyrir sjónir vegna þess að það var engin lagaheimild fyrir þessari túlkun. Dómur Landsréttar tekur undir það og er jafnframt skýr um það að í breytingarlögunum sem tóku gildi árið 2016 hafi ekki falist lögfesting á eldri reglu um að hlutdeildartekjur skyldu færast sem bundið eigið fé í ársreikningi móðurfélags, heldur fólst í þeim innleiðing á nýrri lagareglu á grundvelli Evróputilskipunar. Slík afturvirk beiting breytingarlaganna hefði auk þess falið í sér brot gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Fjöldinn allur af félögum hafði greitt arð á þessum grundvelli fram til ársins 2016 og önnur niðurstaða hefði augljóslega sett skattskil þeirra í ákveðið uppnám,“ segir Guðmundur. Ríkisskattstjóri mun hafa verið í biðstöðu á meðan málið var til meðferðar í dómskerfinu samkvæmt heimildum Markaðarins. Taldi Ríkisskattstjóri að dómur Landsréttar hefði fordæmisgildi og embættið var því með mörg mál í pípunum. Hins vegar voru skiptar skoðanir á meðal stjórnenda hjá Ríkisskattstjóra um úrskurð embættisins í málinu og töldu jafnvel sumir að niðurstaða héraðsdóms hefði verið röng. Dómur Landsréttar var kveðinn upp 8. nóvember og hefur Ríkisskattstjóri mánuð frá dómsuppkvaðningu til að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira