Handbolti

Seinni bylgjan: Fyrsta sendingin fyrir nýja liðið rataði upp í stúku

Það var nóg um sprellið í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld eins og fyrri daginn.

Að vanda var þáttinum slaufað með liðnum Hvað ertu að gera maður? þar sem farið er yfir skemmtilegan klaufaskap úr leikjum umferðarinnar.

Sendingar, skot framhjá markinu og hitt og þetta var í boði í pokanum í gærkvöld. Sumar sendingarnar voru þó óheppilegri en aðrar, en meðal annars kom Jóhann Birgir Ingvarsson fyrir sögu. Hann var að spila sinn fyrsta leik fyrir HK eftir að hafa verið lánaður til félagsins frá FH og hann byrjaði ferilinn í Kópavogi á að senda boltann beint útaf.

Þessa skemmtilegu syrpu má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×