Formúla 1

Albon heldur sæti sínu hjá Red Bull

Bragi Þórðarson skrifar
Albon hóf feril sinn í Formúlu 1 í vor með Toro Rosso liðinu.
Albon hóf feril sinn í Formúlu 1 í vor með Toro Rosso liðinu. Getty
Tælenski ökuþórinn, Alexander Albon, mun halda sæti sínu hjá Red Bull á næsta tímabili. Albon fékk tækifærið hjá Red Bull um mitt tímabil eftir að hafa byrjað sumarið með Toro Rosso.Þá var Pierre Gasly færður aftur til Toro Rosso sem er dótturlið Red Bull. Ítalska liðið mun einnig halda báðum ökumönnum sínum fyrir næsta ár, Gasly og Daniil Kvyat.Albon hefur staðið sig vel með Red Bull. Tælendingurinn hefur alltaf klárað í efstu sex sætunum og hefur fengið 19 stigum meira en liðsfélagi sinn, Max Verstappen.Fréttirnar þýða að aðeins Williams á eftir að staðfesta hverjir munu aka fyrir liðið á næsta ári. Hin níu liðin eru öll með staðfest ökumannssæti árið 2020.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.