Umfjöllun: Selfoss - Fram 30-24 | Sigur hjá meisturunum

Hólmar Höskuldsson skrifar
Haukur var markahæstur Selfyssinga.
Haukur var markahæstur Selfyssinga. vísir/vilhelm
Selfyssingar unnu öruggan sigur á Frömurum, 30-24, sem gekk brösulega að skora í leiknum, en Selfoss leiddi mest allan leikinn.

Jafnræði var með liðinum framan af en snemma í seinni hálfleik tóku Selfyssingar yfir leikin í stöðuni 18-18 og komu sér í 3-4 marka forskot og juku síðan hægt og rólega munin sem endaði síðan í 6 marka sigri.

Sigur Selfyssinga í dag þýðir að þeir eru jafnir ÍR að stigum í 3-4. sæti en ÍR hafa betri markatölu. Framarar hafa 7 stig í 9. sætinu og fer róðurinn hjá þeim að þyngjast með hverri umferðinni enda ekki langt í botninn.

Haukur Þrastarson var frábær í fyrri hluta leiksins og skoraði 7 mörk á fyrstu 30 mínútunum og var tekin úr umferð frá 25. mínútu til lok leiksins. Við það stigu upp fleiri leikmenn Selfoss eins og Reynir Freyr Sveinsson og Hergeir Grímsson. Einnig stóðu línumenn Selfyssinga sig fanta vel og í raun liðið í heild sinni.

Framarar spiluðu flottar 35 mínútur af handbolta en síðan virtust þeir týnast loka 25 mínúturnar og gekk lítið sem ekkert upp hjá þeim. Þeir klúðruðu dauðafærum og töpuðu boltanum ítrekað sem er ekki vænlegt til árangurs gegn liði eins og Selfoss sem geta refsað fyrir slík mistök. Andri Heimir og Þorgrímur Smári voru markahæstir með 5 mörk hvor en Andri Heimir var besti leikmaðu Frammara í leiknum og þá helst til varnarlega.

Framhald liðana er mjög ólíkt en þau eru að berjast sitt hvoru megin í töflunni. Frammörum hefur ekki gengið vel í síðustu leikjum og hafa einungis uppskorið 1 stig úr síðustu 3 leikjum þegar þeir gerðu jafntefli við Stjörnunaí síðustu umferð.

Selfyssingar aftur á móti eru í moði í efri hluta töflunar en tapið gegn Haukum í síðustu umferð setti strik í reikningin gagnvart toppbaráttuni en Haukar eru einmitt efstir með 5 stiga forskot á Selfoss og ljóst er að 2 stigin hér í dag hjálpa engu að síður til.

Selfoss bíður hálfgerður skyldusigur í næstu umferð þegar þeir mæta Fjölni í Dalhúsum en Fram fær FH í heimsókn og ljóst er að spilamennska Frammara í dag má ekki færast yfir í þann leik ætli þeir sér einhverjar rósir í þeim leik.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.