Upphitun: Leclerc fær tíu sæta refsingu í Brasilíu Bragi Þórðarson skrifar 15. nóvember 2019 07:00 Brasilísku aðdáendurnir elska Formúlu 1. Vísir/Getty Brasilíski kappaksturinn fer fram um helgina og er næstsíðasta umferðin í Formúlu 1 í ár. Enn er hörkuslagur um þriðja sætið í stigakeppni ökuþóra. Aðeins 19 stig skilja að þrjá ökumenn í slagnum um þriðja sætið í heimsmeistaramótinu. Lewis Hamilton og Valtteri Bottas eru nú þegar búnir að tryggja sér fyrsta og annað sætið og Mercedes tryggði sér liðatitilinn í Japan. Charles Leclerc situr í þriðja sætinu, 19 stigum á undan liðsfélaga sínum og fjórfalda heimsmeistaranum, Sebastian Vettel. Á milli þeirra er Red Bull ökuþórinn Max Verstappen. Um mitt tímabil leit út fyrir að Verstappen væri sá eini sem gat ógnað Mercedes ökuþórunum en fjöldi refsinga fyrir að skipta um vélar eftir sumarfrí þýddi að Max átti aldrei möguleika. Verstappen sigurstranglegurSamstuð við Occon gerði út um sigurvonir Verstappen í fyrraGettyÍ fyrra var það ungi Hollendingurinn sem var í algjörum sérflokki á Interlagos brautinni í Sao Paulo. Hann leiddi örugglega en lenti í samstuði við að hringa Esteban Occon og féll Verstappen niður í annað sætið á eftir Lewis Hamilton. Rétt eins og síðastliðin tvö ár kemur Hamilton til Brasilíu sem nýkrýndur heimsmeistari. Lewis hefur í tvígang unnið þar í landi en af núverandi ökumönnum er það Sebastian Vettel sem á flesta sigra á Interlagos, þrjá talsins. Charles Leclerc á góðan möguleika á fá fleiri stig en liðsfélagi sinn á sínu fyrsta tímabili með Ferrari. Þó verður það ekki auðvelt fyrir unga Mónakó búann þar sem hann mun fá tíu sæta refsingu á ráspól í Brasilíu. Ástæða þess er að Ferrari þurfti að skipta um vél í bíl Leclerc eftir bandaríska kappaksturinn og er Charles því búinn með allar þær vélar sem leyfilegt er að nota á einu tímabili. Það verður því ansi áhugavert að fylgjast með hinum 22 ára Leclerc skjótast í gegnum flotann á sunnudaginn en kappaksturinn hefst klukkan 16:50 á sunnudag í beinni á Stöð 2 Sport 2. Formúla Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Brasilíski kappaksturinn fer fram um helgina og er næstsíðasta umferðin í Formúlu 1 í ár. Enn er hörkuslagur um þriðja sætið í stigakeppni ökuþóra. Aðeins 19 stig skilja að þrjá ökumenn í slagnum um þriðja sætið í heimsmeistaramótinu. Lewis Hamilton og Valtteri Bottas eru nú þegar búnir að tryggja sér fyrsta og annað sætið og Mercedes tryggði sér liðatitilinn í Japan. Charles Leclerc situr í þriðja sætinu, 19 stigum á undan liðsfélaga sínum og fjórfalda heimsmeistaranum, Sebastian Vettel. Á milli þeirra er Red Bull ökuþórinn Max Verstappen. Um mitt tímabil leit út fyrir að Verstappen væri sá eini sem gat ógnað Mercedes ökuþórunum en fjöldi refsinga fyrir að skipta um vélar eftir sumarfrí þýddi að Max átti aldrei möguleika. Verstappen sigurstranglegurSamstuð við Occon gerði út um sigurvonir Verstappen í fyrraGettyÍ fyrra var það ungi Hollendingurinn sem var í algjörum sérflokki á Interlagos brautinni í Sao Paulo. Hann leiddi örugglega en lenti í samstuði við að hringa Esteban Occon og féll Verstappen niður í annað sætið á eftir Lewis Hamilton. Rétt eins og síðastliðin tvö ár kemur Hamilton til Brasilíu sem nýkrýndur heimsmeistari. Lewis hefur í tvígang unnið þar í landi en af núverandi ökumönnum er það Sebastian Vettel sem á flesta sigra á Interlagos, þrjá talsins. Charles Leclerc á góðan möguleika á fá fleiri stig en liðsfélagi sinn á sínu fyrsta tímabili með Ferrari. Þó verður það ekki auðvelt fyrir unga Mónakó búann þar sem hann mun fá tíu sæta refsingu á ráspól í Brasilíu. Ástæða þess er að Ferrari þurfti að skipta um vél í bíl Leclerc eftir bandaríska kappaksturinn og er Charles því búinn með allar þær vélar sem leyfilegt er að nota á einu tímabili. Það verður því ansi áhugavert að fylgjast með hinum 22 ára Leclerc skjótast í gegnum flotann á sunnudaginn en kappaksturinn hefst klukkan 16:50 á sunnudag í beinni á Stöð 2 Sport 2.
Formúla Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira