Körfubolti

Dagur Kár frá næstu sex vikur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dagur Kár Jónsson.
Dagur Kár Jónsson. Vísir/Bára

Dagur Kár Jónsson mun ekki spila með Grindvíkingum í næstu leikjum í Domino's deild karla vegna meiðsla.

Grindvíkingar greindu frá þessu í dag.

Dagur Kár fór í uppskurð vegna meiðsla sinna í dag og gekk hann vel samkvæmt tilkynningu Grindvíkinga.

Grindvíkingar segja hann verða frá næstu 6-8 vikurnar.

Grindavík er í níunda sæti Domino's deildarinnar með fjögur stig eftir sjö leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.