Körfubolti

LeBron frábær í enn einum sigri Lakers

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gaman í Staples Center þessa dagana. Kobe Bryant var á meðal áhorfenda í nótt
Gaman í Staples Center þessa dagana. Kobe Bryant var á meðal áhorfenda í nótt vísir/getty

Fátt fær stöðvað Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum um þessar mundir en liðið lékk við hvurn sinn fingur í nótt þegar Atlanta Hawks var í heimsókn. 

Lakers vann sinn ellefta sigur í deildinni og átti skærasta stjarna liðsins sinn þátt í þessum 21 stiga sigri, 122-101, þar sem LeBron James gerði 33 stig auk þess að gefa 12 stoðsendingar og taka 7 fráköst. Hefur Lakers aðeins tapað tveimur leikjum til þessa.

Annað lið sem aðeins hefur tapað tveimur leikjum er Boston Celtics en annað tap þeirra kom í nótt þar sem liðið beið lægri hlut fyrir Sacramento Kings með minnsta mun, 100-99.

Celtics hafði unnið 10 leiki í röð þegar kom að leiknum í nótt en Buddy Hield átti stórleik fyrir heimamenn og gerði 35 stig.

Úrslit næturinnar

Cleveland Cavaliers 95-114 Philadelphia 76ers
Sacramento Kings 100-99 Boston Celtics
Orlando Magic 125-121 Washington Wizards
Memphis Grizzlies 114-131 Denver Nuggets
New Orleans Pelicans 108-100 Golden State Warriors
Los Angeles Lakers 122-101 Atlanta Hawks

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.