Viðskipti erlent

For­stjóri McDonald's hættir vegna sam­bands við sam­starfs­mann

Atli Ísleifsson skrifar
Steve Easterbrook tók við starfi forstjóra McDonald's árið 2015.
Steve Easterbrook tók við starfi forstjóra McDonald's árið 2015. Getty
Steve Easterbrook hefur hætt störfum sem forstjóri McDonald‘s vegna sambands við samstarfsmann. Gengur slíkt gegn reglum fyrirtæksins.

AFP greindi frá málinu í gær en stjórn fyrirtækisins tók ákvörðunina á föstudag eftir að hafa lagst vel yfir málið. Er Easterbrook sagður hafa sýnt af sér dómgreindarskort þegar hann hóf sambandið við samstarfskonuna. Easterbrook hefur sjálfur viðurkennt að hann hafi haft rangt við.

Ekki kemur fram í yfirlýsingu stjórnar hvort að Easterbrook hafi verið rekinn eða sagt upp sjálfur.

Chris Kempczinski tekur við starfinu af Easterbrook, en hann hefur gegnt lykilhlutverki í starfsemi McDonald's í Bandaríkum. Segir Kempczinski að Easterbrook hafi fengið hann til að ganga til liðs við fyrirtækið og reynst þolinmóður og hjálpsamur lærifaðir. Kempczinski tekur einnig sæti í stjórn MCDonald‘s.

McDonald‘s, sem var stofnað árið 1940, rekur um 36 þúsund veitingastaði í á annað hundrað löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×