Bíó og sjónvarp

Orðaður við hlut­verk Mör­gæsarinnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Írski leikarinn Colin Farrell.
Írski leikarinn Colin Farrell. Vísir/Getty

Írski leikarinn Colin Farrell er sagður í viðræðum um að taka að sér hlutverk Mörgæsarinnar, eða The Penguin, í næstu mynd um Leðurblökumanninn sem hefur fengið titilinn The Batman.

Nú þegar hefur Robert Pattinson verið ráðinn til að leika Bruce Wayne sem bregður sér í gervi Leðurblökumannsins þegar hann ræðst gegn glæpamönnum Gotham á kvöldin. Zoë Kravitz á að leika Kattarkonuna, eða Catwoman, og Paul Dano Gátumeistarann, eða The Riddler.

Áður höfðu borist fregnir af viðræðum við leikarann Jonah Hill. Var hann orðaður við hlutverk í myndinni en ekkert varð úr því.

Danny DeVito lék Mörgæsina síðast í Batman Returns, en leikstjóri hennar var Tim Burton.

Þetta yrði ekki fyrsta ofurhetjumynd Farrell því hann lék síðast illmennið Bullseye í myndinni Daredevil. Aðalleikari hennar var Ben Affleck sem var síðasti leikari til að bregða sér í gervi Leðurblökumannsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.