Golf

Sport­pakkinn: Sjáðu þegar Tiger Woods valdi Tiger Woods í banda­ríska úr­vals­liðið í for­seta­bikarnum

Arnar Björnsson skrifar
Tiger tilkynnir valið.
Tiger tilkynnir valið. vísir/getty

Þrettánda keppnin um forsetabikarinn í golfi verður í Melbourne í Ástralíu 11-14. desember.

Þar mætast úrvalslið Bandaríkjanna og heimsúrvalið. Evrópskir kylfingar eiga ekki þátttökurétt.

Átta þeir stigahæstu á FED-ex listanum fá sæti í liðinu en fyrirliðinn velur síðan fjóra kylfinga.

Tiger Woods er fyrirliði bandaríska liðsins og hann valdi þá Tony Finau, Gary Woodland, Patrick Reed og  bætti síðan þeim fjórða við.

„Sem fyrirliði vel ég Tiger Woods síðastan í liðið.  Hann hefur spilað 9 sinnum í keppninni og spilað tvsivar í Ástralíu í forsetabikarnum.  Þetta verður erfitt en ég er með þrjá frábæra aðstoðarmenn,“ sagði kappinn þegar hann tilkynnti hvaða fjóra hann hefði valið.

Tiger var síðast með í forsetabikarnum 2013, úrvalslið Bandaríkjanna hefur unnið 10 sinnum, alþjóðaliðið einu sinni og einu sinni skildu liðin jöfn.  

Sýnt verður beint fá mótinu á Stöð 2 Golf.


Klippa: Sportpakkinn: Tiger valdi sjálfan sigAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.