Fótbolti

Alfreð tryggði stig gegn meisturunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð skoraði jöfnunarmarkið af stuttu færi
Alfreð skoraði jöfnunarmarkið af stuttu færi vísir/getty
Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag.Augsburg fékk draumabyrjun þegar Bayern mætti í heimsókn, Marco Richter kom heimamönnum yfir strax á fyrstu mínútu.Augsburg var þó ekki lengi í forystunni því Robert Lewandowski jafnaði metin á 14. mínútu og þar við sat fram að hálfleik.Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Serge Gnabry annað mark Bayern og kom meisturunum yfir.Það leit allt út fyrir að Bayern færi með þrjú stigin aftur heim þar til í uppbótartíma. Þá komst Augsburg í hraða sókn, Sergio Cordova átti fyrirgjöf inn í teiginn þar sem íslenski landsliðsmaðurinn var mættur og skoraði af stuttu færi. Lokatölur 2-2 jafntefli.Alfreð hafði komið inn af varamannabekknum á 69. mínútu.Stigið var mikilvægt fyrir Augsburg í botnbaráttunni en stuðningsmenn Bayern blóta töpuðum stigum í toppbaráttunni. Borussia Monchengladback getur nú komist fjórum stigum á undan meisturunum á toppnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.