Körfubolti

Ótrúlegir yfirburðir hjá Finni Frey

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Finnur Freyr Stefánsson.
Finnur Freyr Stefánsson. vísir/bára

Finnur Freyr Stefánsson fer vel af stað sem þjálfari Horsens í dönsku úrvalsdeildinni en hann hefur stýrt liði sínu til sigurs í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum.

Í dag vann Horsens ótrúlegan 61 stigs sigur á BK Amager, 109-48. Forystan að loknum fyrri hálfleik var 59-17 en tónninn var gefinn strax í fyrsta leikhluta er Horsens hélt Amager í aðeins tveimur stigum.

Amager náði aðeins að rétta sinn hlut í síðari hálfleik og tapaði honum með 19 stiga mun.

Horsens komst í lokaúrslitin í Danmörku í voru en tapaði þá 4-0 fyrir Bakken Bears í úrslitaeinvíginu. Amager í nýliði í úrvalsdeildinni í ár.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.