Viðskipti innlent

Gamma þarf að safna milljarði til að halda á­fram með fast­eigna­verk­efni

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Eignir í fjórum sjóðum hafa rýrnað í Gamma á síðustu misserum.
Eignir í fjórum sjóðum hafa rýrnað í Gamma á síðustu misserum. gamma

Stjórnendur Gamma Capital Management eiga fund með kröfuhöfum í fasteignafélaginu Gamma: Novus á morgun. Félagið þarf að útvega milljarð til að geta haldið áfram með fasteignaverkefni, en 277 íbúðir eru í byggingu og skuldabréfakröfur á félagið nema alls um 2,7 milljörðum.

Stjórnendur Gamma hafa kynnt áætlanir um hvernig unnt sé að verja félagið falli, takist að ná í milljarðinn, og telja þrjár leiðir færar í þeim efnum; að kröfuhafar útvegi féð, að lánveiting komi til frá kröfuhöfum og öðrum, eða að nýir aðilar komi að borðinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætti að koma í ljós í vikunni hvort þetta tekst.


Tengdar fréttir

VHE í járnum vegna Upphafs

Rekstur verktaka- og þjónustufyrirtækisins VHE er í járnum vegna stöðu Upphafs fasteignafélags. Miklar tafir hafa verið á framkvæmdum í Skarðshlíð og hafa engar framkvæmdir átt sér stað á reit á Kársnesi.

Ekki kunnugt um að fleiri sjóðir í Gamma séu í vandræðum

Eignir í fjórum af fjörutíu sjóðum í rekstri hjá Gamma Capital Management hafa rýrnað verulega á þessu ári. Þannig tóku tveir sjóðir þátt í skuldabréfaútboði WOW Air á síðasta ári sem féll í mars og eignir tveggja fasteignasjóða hafa verið færðar niður eftir að nýir stjórnendur tóku við. Framkvæmdastjóri Gamma segist ekki vera kunnugt um að fleiri sjóðir Gamma séu í vandræðum en þeir tveir sem þegar hefur verið tilkynnt um.

Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus

Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.