Viðskipti innlent

Icelandair hefur aldrei flutt fleiri farþega til Íslands

Samúel Karl Ólason skrifar
Í september fjölgaði farþegum félagsins til Íslands um 18 prósent, samanborið við september í fyrra, og komustundvísi í september var 75, samanborið við 69 prósent í september í fyrra.
Í september fjölgaði farþegum félagsins til Íslands um 18 prósent, samanborið við september í fyrra, og komustundvísi í september var 75, samanborið við 69 prósent í september í fyrra. Vísir/Vilhelm
Icelandair hefur aldrei flutt fleiri farþega til Íslands og það sem af er ári. Frá byrjun júní og út september fjölgaði farþegum til Íslands um 30 prósent og það sem af er ári hefur félagið flutt tæplega eina og hálfa milljón farþega til landsins. Það er um 27 prósenta aukning.

Þetta kemur fram í flutningatölum sem félagið birti í Kauphöll í dag og fréttatilkynningu.

Þar segir að Icelandair hafi á þessu ári lagt höfuðáherslu á ferðamannamarkaðinn til Íslands og dregið úr vægi skiptifarþega. Þar að auki hafi mikill árangur náðst í því að bæta stundvísi í millilandastarfsemi félagsins með styrkingu á innviðum og breyttum vinnuferlum.

Í september fjölgaði farþegum félagsins til Íslands um 18 prósent, samanborið við september í fyrra, og komustundvísi í september var 75, samanborið við 69 prósent í september í fyrra. Það er þrátt fyrir álag og breytingar á leiðakerfi Icelandair vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna.

„Icelandair mun halda áfram að leggja áherslu á ferðamannamarkaðinn til Íslands í vetur. Sveigjanleiki í leiðakerfi félagsins gerir því kleift að færa tíðni á milli áfangastaða og nýta flugflotann á leiðum þar sem eftirspurn eftir ferðum til Íslands er áætluð mikil,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×