Snarpur samdráttur í útlánum bankanna verulegt áhyggjuefni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 9. október 2019 08:15 Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins Aðgerðaleysi stjórnvalda þegar kemur að rekstrarumhverfi bankanna getur orðið til þess að niðursveifla hagkerfisins verði dýpri en ástæða er til. Stjórnvöld geta spornað gegn niðursveiflunni með því að lækka skatta hraðar en áform eru um. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Ásdísar Kristjánsdóttur, forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Yngva Arnar Kristinssonar, hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja, sem mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær. Þar var rætt um ástæður að baki verulegum samdrætti í útlánum banka til fyrirtækja og áhrifin á þróun í efnahagsmálum. Hrein ný útlán innlánsstofnana til fyrirtækja á fyrstu átta mánuðum ársins drógust saman um 90 milljarða milli ára, eða um 52 prósent. „Það er verulegt áhyggjuefni að sjá svona snarpan viðsnúning í útlánum bankanna. Ef erfiðara aðgengi að lánsfé er meginskýringin á bakvið þessar tölur þá kemur það niður á fjárfestingu og þar með hagvexti. Niðurstaðan getur því orðið enn dýpri niðursveifla en kannski ástæða er til,“ segir Ásdís í samtali við Markaðinn. „Aðlögunin að þessu sinni er í auknum mæli að eiga sér stað í gegnum vinnumarkaðinn. Ólíkt flestum þeim niðursveiflum sem við höfum áður upplifað er aðlögunin ekki að koma fram með gengisveikingu krónunnar og aukinni verðbólgu heldur fækkun starfa og auknu atvinnuleysi.“ Ásdís segir að þegar kemur að stjórnvöldum geti þau brugðist við með því að lækka sérstaka skatta á fjármálafyrirtæki hraðar en áform eru um en í vor var lækkun bankaskattsins frestað til ársins 2021. „Það er að hægja verulega á útlánavextinum, sem kannski að hluta má rekja til minni efnahagsumsvifa en einnig til annarra þátta. Það er talsverð áskorun að reka banka í því rekstrarumhverfi sem við blasir. Talsverðar kröfur eru gerðar um eigið fé. Lausafjárreglur hafa verið hertar og þessu til viðbótar eru auk hinna almennu skatta sem fyrirtæki í landinu greiða þá eru bankarnir að greiða bankaskatt, almennan fjársýsluskatt af launum og sérstakan fjársýsluskatt af hagnaði. Áformum stjórnvalda um að lækka bankaskattinn frá og með árinu 2021 ber að fagna en þau áform bæta ekki stöðuna í dag. Stjórnvöld ættu að huga að því hvernig unnt er að lækka bankaskattinn hraðar og meira,“ segir Ásdís. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Aðgerðaleysi stjórnvalda þegar kemur að rekstrarumhverfi bankanna getur orðið til þess að niðursveifla hagkerfisins verði dýpri en ástæða er til. Stjórnvöld geta spornað gegn niðursveiflunni með því að lækka skatta hraðar en áform eru um. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Ásdísar Kristjánsdóttur, forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Yngva Arnar Kristinssonar, hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja, sem mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær. Þar var rætt um ástæður að baki verulegum samdrætti í útlánum banka til fyrirtækja og áhrifin á þróun í efnahagsmálum. Hrein ný útlán innlánsstofnana til fyrirtækja á fyrstu átta mánuðum ársins drógust saman um 90 milljarða milli ára, eða um 52 prósent. „Það er verulegt áhyggjuefni að sjá svona snarpan viðsnúning í útlánum bankanna. Ef erfiðara aðgengi að lánsfé er meginskýringin á bakvið þessar tölur þá kemur það niður á fjárfestingu og þar með hagvexti. Niðurstaðan getur því orðið enn dýpri niðursveifla en kannski ástæða er til,“ segir Ásdís í samtali við Markaðinn. „Aðlögunin að þessu sinni er í auknum mæli að eiga sér stað í gegnum vinnumarkaðinn. Ólíkt flestum þeim niðursveiflum sem við höfum áður upplifað er aðlögunin ekki að koma fram með gengisveikingu krónunnar og aukinni verðbólgu heldur fækkun starfa og auknu atvinnuleysi.“ Ásdís segir að þegar kemur að stjórnvöldum geti þau brugðist við með því að lækka sérstaka skatta á fjármálafyrirtæki hraðar en áform eru um en í vor var lækkun bankaskattsins frestað til ársins 2021. „Það er að hægja verulega á útlánavextinum, sem kannski að hluta má rekja til minni efnahagsumsvifa en einnig til annarra þátta. Það er talsverð áskorun að reka banka í því rekstrarumhverfi sem við blasir. Talsverðar kröfur eru gerðar um eigið fé. Lausafjárreglur hafa verið hertar og þessu til viðbótar eru auk hinna almennu skatta sem fyrirtæki í landinu greiða þá eru bankarnir að greiða bankaskatt, almennan fjársýsluskatt af launum og sérstakan fjársýsluskatt af hagnaði. Áformum stjórnvalda um að lækka bankaskattinn frá og með árinu 2021 ber að fagna en þau áform bæta ekki stöðuna í dag. Stjórnvöld ættu að huga að því hvernig unnt er að lækka bankaskattinn hraðar og meira,“ segir Ásdís.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira