Golf

Haraldur Franklín kominn með sæti á Áskorendamótaröðinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. VÍSIR/GETTY

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús mun verða á meðal keppenda á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. Rúv greindi fyrst frá í dag.

Haraldur hefur spilað vel á Nordic Tour í sumar og það er í gegnum hana sem hann tryggir sæti sitt á Áskorendamótaröðinni.

Efstu fimm kylfingar á stigalista mótaraðarinnar fá sæti á Áskorendamótaröðinni. Haraldur Franklín er sem stendur í fjórða sæti og er orðið öruggt að hann verður á meðal topp fimm.

Lokamót tímabilsins á mótaröðinni fer fram í Eistlandi og hófst það í dag. Haraldur er á meðal keppenda ásamt Axel Bóassyni.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er einnig búinn að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.