Viðskipti erlent

Vind­myllu­fram­leiðandinn Vestas segir upp 590 manns

Atli Ísleifsson skrifar
Alls starfa 24.500 manns hjá Vestas, víðs vegar um heim.
Alls starfa 24.500 manns hjá Vestas, víðs vegar um heim. Getty

Danski vindmylluframleiðandinn Vestas sagði í morgun upp 590 starfsmönnum í Danmörku og Þýskalandi.

Í tilkynningu frá Vestas segir að níutíu manns hafi misst vinnuna í verksmiðju fyrirtækisins í Lem við Ringkjøbing en 500 í verksmiðjunni í Lauchhammer, suður af þýsku höfuðborginni Berlín.

Niðurskurðinn má rekja til þess þess að kúnnar séu í auknum mæli að leitast eftir öðrum tegundum af vindmylluspöðum en áður. Því muni framleiðslan fara fram í öðrum verksmiðjum í álfunni.

Í frétt DR segir að um 12 prósent starfsmanna í verksmiðju Vestas í Lem hafi verið látin fara, en um helmingur í verksmiðjunni í Lauchhammer. Alls starfa 24.500 manns hjá fyrirsækinu, víðs vegar um heim.

Tilkynning fyrirtæksins kemur degi eftir að helsti samkeppnisaðilinn, Siemens Gamesa, tilkynnti um uppsagnir á sex hundruð manns í verksmiðjum fyrirtækisins í Álaborg og Brande.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
3,66
3
2.287
VIS
2,13
11
161.276
KVIKA
1,44
23
495.696
TM
1,07
8
105.011
FESTI
0,43
6
52.019

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-2,88
15
18.352
ORIGO
-2,43
2
2.210
EIK
-2,23
6
21.414
HEIMA
-1,35
1
439
ICEAIR
-1,08
26
12.014
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.