Framsetning Hlyns skýrir áhrif skattbreytinga á fólkið í landinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2019 15:00 Athygli vekur að Hlynur starfar í fjármálaráðuneytinu. Vinna hans hvað þessa framsetningu ræðir er hins vegar að eigin frumkvæði í frítíma. Hlynur Hallgrímsson „fæst við örhermun og vélnám í R til spágerðar. Alltaf að plotta eitthvað“. Svo segir á Twitter-síðu Hlyns sem hefur sett fram afar skýra leið fyrir landsmenn að reikna út hvaða áhrif breytingar á tekjuskattkerfinu hefur fyrir það.Athugasemd ritstjórnar: Svo mikil umferð er á síðu Hlyns eftir að frétt Vísis birtist að hún liggur tímabundið niðri. Unnið er að viðgerð sem vonandi tekur aðeins skamma stund. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti breytingarnar á dögunum. Þar kom meðal annars fram að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætlaði að lækka tekjuskatt einstaklinga hraðar en árið hafði verið áætlað. Lækkunin ætti að koma að fullu fram árið 2021 en ekki 2022 eins og stefnt hafi verið að. „En hvaða áhrif hefur þetta fyrir mig?“ spyr vafalítið einn eða fleiri skattgreiðandi. Hlynur Hallgrímsson, hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu, hefur svarað þessu með eins einfaldri framsetningu og líklega hægt er að bjóða upp á. https://t.co/3iG3SFpVzHFékk flugu í hausinn um helgina að búa til smá kennslu-mælaborð fyrir tekjuskattskerfi. Ætla að pósta hér þegar það update-ast. Forsíðan = tvö waterfall plot.Þetta er bara mitt persónulega kvölddund og birt án nokkurar ábyrgðar (þetta er samt rétt) pic.twitter.com/bE8NEriDZw— Hlynur Hallgrímsson (@hlynur) September 9, 2019 Hlynur býður fólki að slá einfaldlega inn launin sín og sjá þar hvernig skattbyrðin breytist, hvernig nýttur persónuafsláttur breytist og að endingu, það sem allir eru að pæla í, hver breytingin verður á ráðstöfunartekjum. Þannig má sjá að ráðstöfunartekjur manns með 300 þúsund krónur í laun fara úr tæplega 240 þúsund krónum á mánuði árið 2019 í 242.500 krónur árið 2020 og tæplega 249 þúsund krónur árið 2021. Þær hækka því um níu þúsund krónur með breytingunum. „Ég er bara að leika mér að setja þetta upp á þann veg sem ég vil hafa þetta,“ segir Hlynur léttur í samtali við Vísi. Þetta sé alfarið gæluverkefnið hans og hafi aðeins tekið nokkra tíma. Á kvöldin að loknum vinnudegi. Það hjálpi til að hann þekki gögnin vel úr vinnu sinni í ráðuneytinu.Bjarni Benediktsson kynnti frumvarp til fjárlaga á föstudag.Fréttablaðið/AntonHann noti „open source“ tól sem sé honum að kostnaðarlausu. Þó ekki fyrirtækjum eða opinberum stofnunum. „Ef ráðuneytið vildi setja fram gögnin með þessum hætti þá myndi kostnaðurinn hlaupa á milljónum,“ segir Hlynur. Framsetning Hlyns hefur vakið töluverða athygli og strax komnar fram óskir að hann taki inn í myndina greiðslur launþega starfsmanns. Þar falla undir greiðslur í lífeyrissjóð, tryggingagjald, gjald í stéttarfélag og borið saman við það sem endi í vasa launþegans. Hlynur tekur fram að miðað sé við 4% skattfrjálsan frádrátt í lífeyrissjóð til að fá tekjuskattsstofn viðkomandi. Það þýðir að fyrir fólk sem greiðir ekki 4% af tekjuskattsskyldum tekjum sínum í lífeyrissjóð, t.d. öryrkjar, ellilífeyrisþegar, og þeir sem eru með viðbótarlífeyrissparnað, þarf að líta á tekjuskattsstofninn sem birtist á grafinu, frekar en að fara eftir mánaðarlaunastikunni. „Á næstu dögum hyggst ég bæta við þeirri virkni að leyfa notandanum að velja frádráttarprósentu sína til að gera framsetninguna skýrari.“Tól Hlyns má skoða hér. Fjárlagafrumvarp 2020 Kjaramál Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Hlynur Hallgrímsson „fæst við örhermun og vélnám í R til spágerðar. Alltaf að plotta eitthvað“. Svo segir á Twitter-síðu Hlyns sem hefur sett fram afar skýra leið fyrir landsmenn að reikna út hvaða áhrif breytingar á tekjuskattkerfinu hefur fyrir það.Athugasemd ritstjórnar: Svo mikil umferð er á síðu Hlyns eftir að frétt Vísis birtist að hún liggur tímabundið niðri. Unnið er að viðgerð sem vonandi tekur aðeins skamma stund. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti breytingarnar á dögunum. Þar kom meðal annars fram að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætlaði að lækka tekjuskatt einstaklinga hraðar en árið hafði verið áætlað. Lækkunin ætti að koma að fullu fram árið 2021 en ekki 2022 eins og stefnt hafi verið að. „En hvaða áhrif hefur þetta fyrir mig?“ spyr vafalítið einn eða fleiri skattgreiðandi. Hlynur Hallgrímsson, hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu, hefur svarað þessu með eins einfaldri framsetningu og líklega hægt er að bjóða upp á. https://t.co/3iG3SFpVzHFékk flugu í hausinn um helgina að búa til smá kennslu-mælaborð fyrir tekjuskattskerfi. Ætla að pósta hér þegar það update-ast. Forsíðan = tvö waterfall plot.Þetta er bara mitt persónulega kvölddund og birt án nokkurar ábyrgðar (þetta er samt rétt) pic.twitter.com/bE8NEriDZw— Hlynur Hallgrímsson (@hlynur) September 9, 2019 Hlynur býður fólki að slá einfaldlega inn launin sín og sjá þar hvernig skattbyrðin breytist, hvernig nýttur persónuafsláttur breytist og að endingu, það sem allir eru að pæla í, hver breytingin verður á ráðstöfunartekjum. Þannig má sjá að ráðstöfunartekjur manns með 300 þúsund krónur í laun fara úr tæplega 240 þúsund krónum á mánuði árið 2019 í 242.500 krónur árið 2020 og tæplega 249 þúsund krónur árið 2021. Þær hækka því um níu þúsund krónur með breytingunum. „Ég er bara að leika mér að setja þetta upp á þann veg sem ég vil hafa þetta,“ segir Hlynur léttur í samtali við Vísi. Þetta sé alfarið gæluverkefnið hans og hafi aðeins tekið nokkra tíma. Á kvöldin að loknum vinnudegi. Það hjálpi til að hann þekki gögnin vel úr vinnu sinni í ráðuneytinu.Bjarni Benediktsson kynnti frumvarp til fjárlaga á föstudag.Fréttablaðið/AntonHann noti „open source“ tól sem sé honum að kostnaðarlausu. Þó ekki fyrirtækjum eða opinberum stofnunum. „Ef ráðuneytið vildi setja fram gögnin með þessum hætti þá myndi kostnaðurinn hlaupa á milljónum,“ segir Hlynur. Framsetning Hlyns hefur vakið töluverða athygli og strax komnar fram óskir að hann taki inn í myndina greiðslur launþega starfsmanns. Þar falla undir greiðslur í lífeyrissjóð, tryggingagjald, gjald í stéttarfélag og borið saman við það sem endi í vasa launþegans. Hlynur tekur fram að miðað sé við 4% skattfrjálsan frádrátt í lífeyrissjóð til að fá tekjuskattsstofn viðkomandi. Það þýðir að fyrir fólk sem greiðir ekki 4% af tekjuskattsskyldum tekjum sínum í lífeyrissjóð, t.d. öryrkjar, ellilífeyrisþegar, og þeir sem eru með viðbótarlífeyrissparnað, þarf að líta á tekjuskattsstofninn sem birtist á grafinu, frekar en að fara eftir mánaðarlaunastikunni. „Á næstu dögum hyggst ég bæta við þeirri virkni að leyfa notandanum að velja frádráttarprósentu sína til að gera framsetninguna skýrari.“Tól Hlyns má skoða hér.
Fjárlagafrumvarp 2020 Kjaramál Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira