Makamál

Bone-orðin 10: Snjólaug vill sjá mynd af fisknum á Tinder

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Snjólaug tekur hressilega útgáfu af Bone-orðunum og deilir því með Makamálum hvað henni finnst heillandi og óheillandi í fari karlmanna.
Snjólaug tekur hressilega útgáfu af Bone-orðunum og deilir því með Makamálum hvað henni finnst heillandi og óheillandi í fari karlmanna. Aldís Pálsdóttir
Snjólaug Lúðvíksdóttir starfar sem uppistandari og handritshöfundur. Þessa dagana á hún í nógu að snúast en hún er að skrifa handrit fyrir þrjú verkefni.

Adaptation af bókinni Konur eftir Steinar Braga, næstu seríu af Stellu Blomkvist og svo þættina Magalúf ásamt Ragnari Bragasyni fyrir Sýn.

Snjólaug vinnur einnig við veislustjórn á árshátíðum og allskonar veislum svo það er óhætt að segja að það sé nóg að gera hjá okkar konu.

Hér útgáfa Snjólaugar af Bone-orðunum 10.

ON:

1. Strákar sem eru með mynd af fiskinum sem þeir veiddu fyrir fjórum árum síðan á Tinder. Ég get ómögulega farið á stefnumót án þess að vita hversu stóra fiska maðurinn hefur dregið á land.

2. Ekkert kætir mig meira en að sjá „Elska að ferðast“ í stefnumóta-app lýsingu. Þá veit ég að þarna er flippaður einstaklingur á ferð því flestir hata auðvitað ekkert meira en að ferðast til nýrra landa.

3. Þegar deitið mitt slær mér gullhamra eins og „Vó ég fíla stelpu sem pantar hamborgara á fyrsta stefnumóti“ fær hann samstundis one-way ticket upp í rúmið mitt fyrir víðsýnar skoðanir.

4. Fólk sem talar illa um fyrrverandi maka sína á stefnumóti bera vott um mikla tilfinningagreind sem er lykilatriði fyrir mig.

5. Að lauma mánaðarlaunum þínum inn í samræður er gott trix sem virkar alltaf.

Snjólaug vinnur bæði sem uppistandari og handritshöfundur en tekur einnig að sér veislustjórn.Aðsend mynd
OFF:

1. Húmor. Stefnumót eru alvarlegt mál, fólk er að reyna að finna lífsförunaut sinn og fíflagangur á ekki heima í slíkum viðræðum.

2. Þegar menn sýna mér áhuga og spyrja spurninga um líf mitt get ég orðið alveg tjúlluð. Er þetta Gettu Betur eða deit?

3. Menn sem eiga börn og/eða gæludýr sem þeir dýrka út af lífinu mega taka pokann sinn. Ég er númer eitt, tvö og tíu. Alltaf.

4. Þegar maki þinn „roastar“ þig og gerir grín að þér stanslaust (sjá lið nr. 1). Sýndu mér virðingu eða þegiðu.

5. Hreinskilni. Menn sem segja blákalt eftir nokkur stefnumót „Mér finnst gaman að vera með þér, ég held ég sé skotinn í þér“ eru síðasta sort. Ég horfði ekki á þúsund þætti af SATC á mínum yngri árum til að eiga í einlægum samskiptum við karlmenn. Play the game, dude.

Makamál þakka Snjólaugu kærlega fyrir að taka sér tíma frá skrifum og deila með okkur þessum skemmtilegum Bone-orðum.

Fyrir áhugasama er hægt að hafa samband við Snjólaugu á Facebook síðunni hennar hér.


Tengdar fréttir

Sönn íslensk makamál: Rándýr réttur, ódýr stemmning

Eitt af því erfiðasta við að fara á stefnumót fannst mér vera þessi þrúgandi stund þegar kom að því að borga reikninginn. Ég hafði ekki verið í þessum stefnumótabransa síðan ég var unglingur svo að ég kunni nákvæmlega ekkert á þessar óskráðu reglur varðandi reikninginn, voru þær einhverjar?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×