Vill aðkomu fagfjárfesta að flugvellinum Davíð Stefánsson skrifar 18. september 2019 07:30 Konurnar voru að koma frá Belgíu þegar þær voru stöðvaðar á Keflavíkurflugvelli í lok ágúst. Vísir/vilhelm Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia ohf., telur að skoða ætti aðkomu fjárfesta að félaginu til að tryggja fagþekkingu í rekstri og fyrirhugaðri uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. „Ég tel skynsamlegt að horfa með jákvæðum augum til þess að sækja viðbótarfjármögnun með viðbótarhlutafé,“ segir Sveinbjörn í viðtali við Markaðinn. Hann telur æskilegt að það fjármagn komi frá fagfjárfestum. „Ef það kæmi hér inn erlendur fjárfestir sem sérhæfir sig í að fjárfesta í alþjóðlegum flugvöllum þá kemur með honum mikil þekking sem væri mjög jákvæð fyrir okkur.“ Í kortunum kunna að vera talsverðar skipulagsbreytingar á Isavia. Forstjórinn segir að huga verði að því að skilja samkeppnishluta félagsins frá öðrum þáttum. „Við verðum líka að viðurkenna þá staðreynd að rekstur Keflavíkurflugvallar er sú eining sem ber langmestu áhættuna og er í raun eina einingin sem getur haft veruleg neikvæð áhrif á eigin fé Isavia. Það þarf því að meðhöndla þá áhættu í samræmi við það,“ segir hann en segir að ekki sé tímabært að svo stöddu að útlista í smáatriðum hvað í því felst. Hann segir að áhugasamir flugfjárfestar hafi verið í sambandi við Isavia. „Við tökum vel á móti öllum og það fá allir kynningu á því sem við erum að gera. Það er mikill áhugi á að koma að fjármögnun slíkra innviðaverkefna. Það er okkar mat að það sé ekki stórkostlega erfitt að fá inn fjárfesta í verkefnin sem fram undan eru á Keflavíkurflugvelli.“ Á næstu þremur árum er gert ráð fyrir um 30 milljarða króna framkvæmdum Isavia á Keflavíkurflugvelli. Sveinbjörn segir þetta vera risavaxin verkefni. „Í peningum verður fjárhæðin vel norðan við hundrað milljarða króna þegar uppbyggingaráætlunin er fullframkvæmd.“ Sveinbjörn segir mun meiri verðmæti felast í því fyrir Isavia að fá inn fagfjárfesta sem hafa þekkingu á rekstri flugvalla en í fjármununum sem slíkum. „Það er auðveldara að sækja fjármagnið en þekkinguna. En ef það kæmi hér inn erlendur fjárfestir sem sérhæfir sig í að fjárfesta á alþjóðlegum flugvöllum þá kemur með honum mikil þekking sem væri mjög jákvæð fyrir okkur. Við höfum á tiltölulega fáum árum vaxið úr litlum flugvelli í alþjóðlegan flugvöll með öllum þeim tækifærum og áskorunum sem því fylgir,“ segir hann. Að sögn Sveinbjörns hefur stjórn Isavia ekki rætt þetta sérstaklega. Þeir viti þó af heimsóknum áhugasamra fjárfesta. Aðspurður um hvort einhver vinna í þessa veru sé í gangi í fjármálaráðuneytinu telur hann svo ekki vera. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia ohf., telur að skoða ætti aðkomu fjárfesta að félaginu til að tryggja fagþekkingu í rekstri og fyrirhugaðri uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. „Ég tel skynsamlegt að horfa með jákvæðum augum til þess að sækja viðbótarfjármögnun með viðbótarhlutafé,“ segir Sveinbjörn í viðtali við Markaðinn. Hann telur æskilegt að það fjármagn komi frá fagfjárfestum. „Ef það kæmi hér inn erlendur fjárfestir sem sérhæfir sig í að fjárfesta í alþjóðlegum flugvöllum þá kemur með honum mikil þekking sem væri mjög jákvæð fyrir okkur.“ Í kortunum kunna að vera talsverðar skipulagsbreytingar á Isavia. Forstjórinn segir að huga verði að því að skilja samkeppnishluta félagsins frá öðrum þáttum. „Við verðum líka að viðurkenna þá staðreynd að rekstur Keflavíkurflugvallar er sú eining sem ber langmestu áhættuna og er í raun eina einingin sem getur haft veruleg neikvæð áhrif á eigin fé Isavia. Það þarf því að meðhöndla þá áhættu í samræmi við það,“ segir hann en segir að ekki sé tímabært að svo stöddu að útlista í smáatriðum hvað í því felst. Hann segir að áhugasamir flugfjárfestar hafi verið í sambandi við Isavia. „Við tökum vel á móti öllum og það fá allir kynningu á því sem við erum að gera. Það er mikill áhugi á að koma að fjármögnun slíkra innviðaverkefna. Það er okkar mat að það sé ekki stórkostlega erfitt að fá inn fjárfesta í verkefnin sem fram undan eru á Keflavíkurflugvelli.“ Á næstu þremur árum er gert ráð fyrir um 30 milljarða króna framkvæmdum Isavia á Keflavíkurflugvelli. Sveinbjörn segir þetta vera risavaxin verkefni. „Í peningum verður fjárhæðin vel norðan við hundrað milljarða króna þegar uppbyggingaráætlunin er fullframkvæmd.“ Sveinbjörn segir mun meiri verðmæti felast í því fyrir Isavia að fá inn fagfjárfesta sem hafa þekkingu á rekstri flugvalla en í fjármununum sem slíkum. „Það er auðveldara að sækja fjármagnið en þekkinguna. En ef það kæmi hér inn erlendur fjárfestir sem sérhæfir sig í að fjárfesta á alþjóðlegum flugvöllum þá kemur með honum mikil þekking sem væri mjög jákvæð fyrir okkur. Við höfum á tiltölulega fáum árum vaxið úr litlum flugvelli í alþjóðlegan flugvöll með öllum þeim tækifærum og áskorunum sem því fylgir,“ segir hann. Að sögn Sveinbjörns hefur stjórn Isavia ekki rætt þetta sérstaklega. Þeir viti þó af heimsóknum áhugasamra fjárfesta. Aðspurður um hvort einhver vinna í þessa veru sé í gangi í fjármálaráðuneytinu telur hann svo ekki vera.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira