Viðskipti innlent

550 milljónir í hagnað

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
ÞG Verk var stofnað árið 1998 af Þorvaldi H Gissurarsyni sem er enn þann dag í dag forstjóri og eigandi félagsins.
ÞG Verk var stofnað árið 1998 af Þorvaldi H Gissurarsyni sem er enn þann dag í dag forstjóri og eigandi félagsins. Vísir/Vilhelm

ÞG Verk, sem er eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins, hagnaðist um 550 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 762 milljónir árið 2017.

Stjórn félagsins hefur lagt til að greiddur verði út arður að fjárhæð 100 milljónir króna vegna síðasta rekstrarárs. Eigið fé félagsins nam 1.982 milljónum króna í árslok 2018 og eignir 3.695 milljónum.

Rekstrartekjur námu 10 milljörðum á síðasta ári og stóðu nokkurn veginn í stað á milli ára. Heildartekjur drógust hins vegar saman um tæp 11 prósent og skýrist það af því að á árinu 2017 voru seldar fasteignir fyrir 1,1 milljarða en engin fasteign var seld á síðasta ári.

ÞG Verk var stofnað árið 1998 af Þorvaldi H Gissurarsyni sem er enn þann dag í dag forstjóri og eigandi félagsins.

Á árinu störfuðu 172 starfsmenn hjá félaginu og námu launagreiðslur samtals 1,7 milljarði króna. Þar af námu laun framkvæmdastjóra 55 milljónum króna.

ÞG Verk hefur á síðustu árum byggt hundruð íbúða fyrir almennan íbúðamarkað, meðal annars í fimm mismunandi byggingum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Markaðurinn greindi frá því fyrr á árinu að ÞG Verk hefði selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í.

Þá var haft eftir Þorvaldi í byrjun árs að verkefnið kostaði í heild um 13 til 14 milljarða. Um það bil helmingur fjárhæðarinnar væri lánsfé frá Landsbankanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
4,05
32
695.314
ORIGO
2,91
13
49.262
REITIR
2,57
13
82.858
TM
2,4
8
288.286
EIK
2,08
3
21.933

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,35
60
17.689
EIM
0
3
8.688
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.