Viðskipti innlent

Hagnaður Orfs líftækni fjórfaldast

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
BIOEFFECT húðvörurnar frá Orf líftækni
BIOEFFECT húðvörurnar frá Orf líftækni Mynd/BIOEFFECT

Líftæknifyrirtækið Orf hagnaðist um 161 milljón króna á síðasta ári en það er um fjórfalt meiri hagnaður en árið á undan þegar hann nam 38 milljónum króna.

Tekjur félagsins námu 1,6 milljörðum króna og jukust um 30 prósent á milli ára. Um 80 prósent teknanna komu að utan. Rekstrarkostnaður jókst um 20 prósent yfir sama tímabil. Eignir Orfs námu 1.960 milljónum króna í lok 2018 og eigið féð 1.300 milljónum.

Hluthafar í félaginu eru 123 talsins. Stærstu hluthafarnir eru FIVE Invest með 35,6 prósenta hlut, Zimsen með 13,8 prósenta hlut og Torka með 9,9 prósenta hlut.

Í byrjun árs gekk Orf frá 520 milljóna króna langtímafjármögnun frá Arion banka í samstarfi við Evrópska fjárfestingarsjóðinn. Verður fjármagnið meðal annars nýtt til að sækja inn á Asíumarkað og Bandaríkjamarkað. Helsta tekjulind Orfs er húðvöru­línan Bioeffect.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-10,74
84
273.096
REGINN
-4,86
20
183.118
FESTI
-4,64
31
575.612
HAGA
-3,3
24
283.000
BRIM
-3,24
8
39.498
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.