Makamál

Rúmfræði: Endaþarmsörvun er ekki hommakynlíf

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Endaþarmsörvun og endaþarmsmök segir Sigg Dögg hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda. Hún finnur oft fyrir mikilli pressu frá fólki að samþykkja ekki þessa kynhegðun og segir hún fordóma fólks helst stafa af fáfræði.
Endaþarmsörvun og endaþarmsmök segir Sigg Dögg hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda. Hún finnur oft fyrir mikilli pressu frá fólki að samþykkja ekki þessa kynhegðun og segir hún fordóma fólks helst stafa af fáfræði. GETTY
Makamál hittu Siggu Dögg kynfræðing á dögunum og ræddu við hana um endaþarmsörvun og fordóma.



Mörgu hefur verið kastað fram í gegnum tíðina varðandi endaþarmsörvun og endaþarmsmök og segir Sigga Dögg það vera mjög algenga mistúlkun að tengja endaþarmsmök eingöngu við kynlíf homma.

Sigga Dögg segir að endaþarmsörvun og endaþarmsmök hafi fylgt manninum (mönnum og konum) frá örófi alda. Ástæðuna segir hún einfalda, endaþarmurinn sé mjög næmur á fólki og ef eitthvað er þá getur hann verið næmari á karlmönnum með blöðruhálskirtil.

Hún segir það mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að kynlíf sé allskonar og það sé ekkert til sem heiti kynlíf fyrir homma eða kynlíf fyrir lesbíur.

Það eru rannsóknir sem sýna að það er algengara að gagnkynhneigð pör stundi eða prófi endaþarmsörvun. En það virðist vera hræðsla hjá gagnkynhneigðum karlmönnum við það að prófa endaþarmsörvun á sjálfum sér þar sem þeir halda að það geri þá að hommum. Þessi ótti er algjörlega ástæðulaus þar sem kynhegðun einstaklinga hefur nákvæmlega ekkert með kynhneigð að gera. 

Endaþarmsmök eiga ekki að vera óundirbúin.

Þegar við tölum um þessar ólíku skoðanir og upplifun á endaþarmsmökum þá segir Sigga það alltof algengt að fólk haldi að það þurfi ekki að undirbúa sig áður. Hún segir slæma upplifun oftast tengda því að það sé allt óundirbúið og jafnvel óvænt, til dæmis eins og þegar það er ruglast á götum og konan finnur óvænt fyrir limnum í endaþarminum.

Endaþarmurinn sjálfur er mjög næmur og með mikið af taugaendum sem auðvelt er að örva ef það er gert á réttan hátt, bæði við opið og inn í honum. Manneskjur geta upplifað mikinn unað og segjast sumir fá dýpri fullnægingar tengda endaþarmsörvun. Mjög mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að ef þú slakar ekki á og vilt raunverulega ekki fá eitthvað þarna upp þá muntu ekki geta notið þess. Rassinn þarf að bjóða í heimsókn. 



Sigga Dögg talar mikið um mikilvægi þess að ná slökun, andlega og líkamlega, til þess að geta fundið fyrir örvun á þessu svæði. Hún segir fólk almennt ekki átta sig á því að þegar stunda á endaþarmsmök þá þarf það að vera vel undirbúið og það mikilvægasta, fólk þarf að vera búið að eiga samræður.

Forsendurnar fyrir því af hverju þið ætlið að stunda endaþarmsmök segir hún að verði að vera skýrar áður en fólk byrjar.

Þú átt ALDREI að leyfa einhverjum að koma inn í eða við rassinn þinn nema að hafa verið spurð/ur áður og ef þig langi það. Og að sama skapi þá finnst mér líka skrýtin krafa að ætla inn í rass á annarri manneskju en þora svo jafnvel ekki að kanna þinn eiginn rass. Ef þér finnst þetta óhugsandi og jafnvel vont, hvernig getur þú þá ætlast til þess að bólfélaginn þinn fíli þetta nema ef viðkomandi sé að biðja um það?

 

En hvernig á að undirbúa sig fyrir endaþarmsmök?

Aftur vil ég ítreka að mikilvægasta í undirbúningnum er samtalið og svo kemur hitt. Ef fólk er alveg óreynt þá er ekki mælt með þvi að fara strax í endaþarmsmökin sjálf, heldur byrja á örvuninni. Hún getur verið allavegana, með fingrum, tungu eða jafnvel einhverju byrjenda kynlífstæki ætlað endaþarminum.

Eitt sem er algjört lykilatriði ef þú ætlar að geta notið þess að fá eitthvað upp í rassinn, SLEIPIEFNI! Ef þú ert vanur að nota olíu þá er það yfirleitt ekki nóg og það getur skemmt smokkinn. Endaþarmurinn er mjög viðkvæmur því að húðin þar er mjög þurr og auðvelt að erta hana eða særa ef þú ert ónærgætin. Það ætti aldrei að fara í ósmurðan rassinn. Þú þarft gott sleipiefni og mikið af því!

Sigga Dögg segir manneskjuna sem að er að fá eitthvað upp í rassinn sinn þurfi að geta tjáð sig við bólfélagann sinn. Hún þarf að láta vita ef það er farið of hratt eða of djúpt. Þetta reynir alveg á samskiptin þú þarft að geta tekið leiðbeiningum og gefið þær. Sigga segi mikilvægt að byrja rólega, finna hvernig þú færð bestu örvunina og taka sér tíma. 

Saur, hræðsluáróður, fáfræði og fordómar.

Við tölum um fordóma og skoðanir fólks á endaþarmsökum og af hverju fólk eigi það til að flokka það sem ónáttúrulega og sóðalega athöfn. Sigga segir nokkuð algengt að fólk sé á þessari skoðun og hafi hún ósjaldan verið „skömmuð“ fyrir að fordæma ekki endaþarmsmök. Hún segir það furðulegt og kómískt á sama tíma að það skuli trufla annað fólk að einhverjir vilji stunda endaþarmsmök. Þegar við tölum um fordóma gegn endaþarmsmökum segir hún rótina í rauninni koma frá kristinni trú þar sem öll kynlífshegðun sem leiddi ekki til getnaðar var fordæmd og bönnuð, eins og til dæmis sjálfsfróun. 

En hvað er það helsta sem fólk hræðist varðandi endaþarmsmök?

Kúkur, kúkur kúkur! Fólk sér fyrir sér að limurinn eða fingurinn verði útataður í saur ef farið er inn i endaþarminn, sem er fráleitt. Saur er ekki geymdur í endaþarminum en þegar þarf að losa hann þá ferðast hann niður endaþarminn og þaðan út. Það er því rosalega óalgengt að það komi einhver massívur saur við þessa örvun nema að viðkomandi sé sérstaklega mál akkúrat þegar á þessu stendur. En auðvitað geta slæðst með smá agnir en það má líka bara skola af nú eða nota smokkinn. 

Sigga segist ekki vera að gera lítið úr því að það sé vissulega aukin sýkingar- og smithætta kynsjúkdóma við örvun í endaþarmi og því mikilvægt að nota alltaf smokk eða latex hanska, en fólk ætti ekki að óttast það að atast út í saur. 

Getty
Annar hræðsluáróður er sá að endaþarmsmök séu hættuleg kynhegðun og segir Sigga hún einnig heyra því fleygt fram að endaþarmurinn geti sprungið, lamast eða rifnað við endaþarmsmök. Það segir hún frekar merki um ofbeldi en ekki kynlíf með samþykki.

Sumir halda að ef þú stundir reglulega endaþarmsmök að þú endir á því að þurfa að vera með bleyju. Það er auðvitað alls ekki rétt. Þetta á heldur ekki að vera svona harkalegt, fólk gleymir sér stundum í því að taka sér tíma og gæla við rassinn. Það á aldrei að þrykkja limnum inn í rassinn óundirbúið. En ef þú ert ekki að gera neitt sem þér finnst ekki gott þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að skemma neitt. Það er fjarri lagi. Þú verður að hlusta á líkamann þinn, ef eitthvað er vont, skaltu hætta. Líkaminn sendir sársaukaskilaboð af ástæðu.

Samþykki og samtal það mikilvægasta.

Tal okkar berst aftur að mikilvægi samþykkis og samtals í tengslum við endaþarmsmök og segir Sigga það aldrei of oft sagt að allt kynlíf byggir á samþykki og því sé mjög mikilvægt að hafa það hugfast. Hún segir konur þurfi að passa sig á því að detta ekki í þá gryfju að finnast þær þurfa að „leyfa“ endaþarmsmök ef þær vilja það ekki og sama á auðvitað við um karlmenn. Jafnframt segir hún karlmenn geta notið þess að vera opnari fyrir því að skoða endaþarmsörvun á sálfum sér ef þetta er eitthvað sem þeir vilja gera sjálfir.  Líkaminn er allskonar og kynlífið má vera það líka!



Makamál þakka Siggu Dögg kærlega fyrir fræðandi og hreinskilin svör og benda fólki sem hefur frekari spurningar að hafa samband hér. 

Sigga Dögg kynfræðingur talaði um endaþarmsörvun og fordóma í viðtali við Makamál.Saga Sig

Tengdar fréttir

Hvað er það sem gerir þig meira aðlaðandi?

Það er margt sem hefur verið sagt um fegurð í gegnum tíðina og ófáar skilgreiningar á því hvað fegurð raunverulega er. Á síðunni The anatomy of love er farið yfir fimm eiginleika sem einkenna ofursjarmerandi manneskjur sem virðast ná að heilla alla. Hvernig er hægt að tileikna sér þessa eiginleika og verða meira aðlaðandi?

Óhefðbundið framhjáhald?

Makamál gerðu könnun fyrir nokkrum vikum um framhjáhöld þar sem spurt hvar hvort fólk hafi upplifað framhjáhald á einhvern hátt. Fljótlega eftir það barst okkur áhugaverður póstur frá lesenda Makamála sem við fengum leyfi til að birta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×