Viðskipti erlent

Ferdinand Piech fyrrverandi formaður Volkswagen Group látinn

Finnur Thorlacius skrifar
Ferdinand Piech var talinn áhrifamesti einstaklingur bílaheimsins.
Ferdinand Piech var talinn áhrifamesti einstaklingur bílaheimsins. Vísir/Getty
Fyrrverandi formaður stjórnar Volkswagen Group og einn af meðlimum Porsche-fjölskyldunnar, Ferdinand Piech, er fallinn frá 82 ára að aldri. Ferdinand Piech var afabarn Ferdinands Porsche, hann var menntaður verkfræðingur og vann hjá Porsche frá árinu 1963 og var aðalmaðurinn í mótorsporthluta Porsche-fyrirtækisins til langs tíma.Piech hóf síðan störf hjá Audi árið 1972 og þar átti hann meðal annars mestan heiður af Audi Quattro bílnum sem vann allt sem hægt var að vinna í rallinu á sínum tíma. Síðan varð Piech forstjóri Volkswagen Group árið 1993 og átti stærstan þátt í að byggja upp þetta stærsta bílafyrirtæki heims í dag. Hann var talinn ein áhrifamesta persóna heims í bílaheiminum.

Lamborghini, Bugatti og Bentley

Á meðan Piech var forstjóri keypti Volkswagen Group Lamborghini, Bugatti og Bentley merkin og innlimaði þau í Volkswagen Group. Sýnir það ef til vill best áhuga Piech á sport- og lúxusbílum. Ferd­inand Piech tók síðan við formennsku stjórnar Volkswagen Group árið 2012 en lét af því starfi árið 2015 í kjölfar dísilvélasvindls Volks­wagen.Hann seldi 14,7% hlut sinn í Porsche SE árið 2017 fyrir 148 milljarða króna svo ljóst má vera að hann lætur eftir sig mikla fjármuni. Ferdinand Piech var ávallt mjög tengdur mótorsporti og ók ennþá Ducati-mótorhjóli sínu á áttræðisaldri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
3,1
23
311.784
SIMINN
2,19
12
338.314
FESTI
2,17
21
348.540
BRIM
1,9
2
187
SJOVA
1,72
14
48.694

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,18
6
69.233
ORIGO
-0,66
1
966
REITIR
-0,2
4
42.828
SKEL
-0,12
4
58.890
EIK
0
3
62.564
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.