Ferdinand Piech fyrrverandi formaður Volkswagen Group látinn Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2019 07:15 Ferdinand Piech var talinn áhrifamesti einstaklingur bílaheimsins. Vísir/Getty Fyrrverandi formaður stjórnar Volkswagen Group og einn af meðlimum Porsche-fjölskyldunnar, Ferdinand Piech, er fallinn frá 82 ára að aldri. Ferdinand Piech var afabarn Ferdinands Porsche, hann var menntaður verkfræðingur og vann hjá Porsche frá árinu 1963 og var aðalmaðurinn í mótorsporthluta Porsche-fyrirtækisins til langs tíma. Piech hóf síðan störf hjá Audi árið 1972 og þar átti hann meðal annars mestan heiður af Audi Quattro bílnum sem vann allt sem hægt var að vinna í rallinu á sínum tíma. Síðan varð Piech forstjóri Volkswagen Group árið 1993 og átti stærstan þátt í að byggja upp þetta stærsta bílafyrirtæki heims í dag. Hann var talinn ein áhrifamesta persóna heims í bílaheiminum.Lamborghini, Bugatti og Bentley Á meðan Piech var forstjóri keypti Volkswagen Group Lamborghini, Bugatti og Bentley merkin og innlimaði þau í Volkswagen Group. Sýnir það ef til vill best áhuga Piech á sport- og lúxusbílum. Ferdinand Piech tók síðan við formennsku stjórnar Volkswagen Group árið 2012 en lét af því starfi árið 2015 í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen. Hann seldi 14,7% hlut sinn í Porsche SE árið 2017 fyrir 148 milljarða króna svo ljóst má vera að hann lætur eftir sig mikla fjármuni. Ferdinand Piech var ávallt mjög tengdur mótorsporti og ók ennþá Ducati-mótorhjóli sínu á áttræðisaldri. Andlát Birtist í Fréttablaðinu Bílar Þýskaland Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrrverandi formaður stjórnar Volkswagen Group og einn af meðlimum Porsche-fjölskyldunnar, Ferdinand Piech, er fallinn frá 82 ára að aldri. Ferdinand Piech var afabarn Ferdinands Porsche, hann var menntaður verkfræðingur og vann hjá Porsche frá árinu 1963 og var aðalmaðurinn í mótorsporthluta Porsche-fyrirtækisins til langs tíma. Piech hóf síðan störf hjá Audi árið 1972 og þar átti hann meðal annars mestan heiður af Audi Quattro bílnum sem vann allt sem hægt var að vinna í rallinu á sínum tíma. Síðan varð Piech forstjóri Volkswagen Group árið 1993 og átti stærstan þátt í að byggja upp þetta stærsta bílafyrirtæki heims í dag. Hann var talinn ein áhrifamesta persóna heims í bílaheiminum.Lamborghini, Bugatti og Bentley Á meðan Piech var forstjóri keypti Volkswagen Group Lamborghini, Bugatti og Bentley merkin og innlimaði þau í Volkswagen Group. Sýnir það ef til vill best áhuga Piech á sport- og lúxusbílum. Ferdinand Piech tók síðan við formennsku stjórnar Volkswagen Group árið 2012 en lét af því starfi árið 2015 í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen. Hann seldi 14,7% hlut sinn í Porsche SE árið 2017 fyrir 148 milljarða króna svo ljóst má vera að hann lætur eftir sig mikla fjármuni. Ferdinand Piech var ávallt mjög tengdur mótorsporti og ók ennþá Ducati-mótorhjóli sínu á áttræðisaldri.
Andlát Birtist í Fréttablaðinu Bílar Þýskaland Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf