Boðar nýjan stað í rými Skelfiskmarkaðarins Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 06:47 Ekki fylgir sögunni hvort nýi staðurinn muni einnig bjóða upp á skelfisk. getty/Yevgen Romanenko Vonir standa til að nýr veitingastaður muni opna í stað Skelfiskmarkaðarins, sem skellti í lás á Klapparstíg í upphafi árs, fyrir áramót. Búið er að taka innréttingar staðarins í gegn og standa viðræður yfir við einstakling sem hefur í hyggju að hefja veitingarekstur í rýminu. Skelfiskmarkaðurinn var opnaður við Hjartagarðinn í október á síðasta ári en var lokað í marsbyrjun. Alvarlegt nóróveirutilfelli kom upp á staðnum í nóvember síðastliðnum og hafði það merkjanleg áhrif á rekstur staðarins. Rýmið sem hýsti Skelfiskmarkaðurinn hefur staðið ónotað undanfarna mánuði en Pálmar Harðarson, eigandi og framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þingvangs, boðar breytingu á því í Morgunblaðinu í dag. Eigendur húsnæðisins séu nú nærri því að ganga frá samkomulagi við einstakling sem ætlar sér að opna veitingastað í rýminu. Pálmar segist þó ekki vilja gefa upp um hvern ræðir, aðeins að um vanan rekstraraðila sé að ræða. Umræddur reynslubolti sé þó ekki með veitingastað í rekstri - „en er hins vegar með rekstur sem tengist þessu aðeins,“ eins og Pálmar orðar það við Morgunblaðið. Pálmar segir að mikið hafi verið lagt í innréttingar staðarins og að umtalsverður kostnaður hafi hlotist af þeim framkvæmdum. Engu að síður ætti nýr staður að njóta góðs af því og að á nýja veitingastaðnum verði hægt að bjóða upp á „ódýran mat í fallegu umhverfi.“ Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Vonir standa til að nýr veitingastaður muni opna í stað Skelfiskmarkaðarins, sem skellti í lás á Klapparstíg í upphafi árs, fyrir áramót. Búið er að taka innréttingar staðarins í gegn og standa viðræður yfir við einstakling sem hefur í hyggju að hefja veitingarekstur í rýminu. Skelfiskmarkaðurinn var opnaður við Hjartagarðinn í október á síðasta ári en var lokað í marsbyrjun. Alvarlegt nóróveirutilfelli kom upp á staðnum í nóvember síðastliðnum og hafði það merkjanleg áhrif á rekstur staðarins. Rýmið sem hýsti Skelfiskmarkaðurinn hefur staðið ónotað undanfarna mánuði en Pálmar Harðarson, eigandi og framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þingvangs, boðar breytingu á því í Morgunblaðinu í dag. Eigendur húsnæðisins séu nú nærri því að ganga frá samkomulagi við einstakling sem ætlar sér að opna veitingastað í rýminu. Pálmar segist þó ekki vilja gefa upp um hvern ræðir, aðeins að um vanan rekstraraðila sé að ræða. Umræddur reynslubolti sé þó ekki með veitingastað í rekstri - „en er hins vegar með rekstur sem tengist þessu aðeins,“ eins og Pálmar orðar það við Morgunblaðið. Pálmar segir að mikið hafi verið lagt í innréttingar staðarins og að umtalsverður kostnaður hafi hlotist af þeim framkvæmdum. Engu að síður ætti nýr staður að njóta góðs af því og að á nýja veitingastaðnum verði hægt að bjóða upp á „ódýran mat í fallegu umhverfi.“
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent