Flugvélaleigur, rekstrarfélög og þýska lögreglan á meðal kröfuhafa Andri Eysteinsson skrifar 13. ágúst 2019 14:00 Kröfur í þrotabú flugfélagsins WOW Air nema rúmlega 138 milljörðum króna. Vísir/Egill Kröfur í þrotabú flugfélagsins WOW Air nema rúmlega 138 milljörðum króna en 5964 kröfur bárust fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. Ekki hefur verið tekin afstaða til krafanna en farið verður yfir kröfuskrá á skiptafundi WOW Air 16. ágúst næstkomandi. Kröfur frá flugvélaleigum og öðrum fyrirtækjum innan flugbransans eru eins og gefur að skilja fyrirferðamiklar í þrotabúi WOW Air. CIT Aerospace International gerir til að mynda 52,8 milljarða króna kröfu í búið, Tungnaa Aviation Leasing gerir tæplega þriggja milljarða kröfu í búið (2.968.984.226 kr.) og hið sama gildir um leiguna Sog Aviation Leasing. (3.063.607.764 kr.). Þá gerir flugvélaleigan ALC, sem átt hefur í útistöðum við Isavia eftir fall WOW Air, 9 milljarða króna kröfu í búið.Flugmanna- og flugfreyjufélögin á meðal kröfuhafa Rekstraraðili flugvalla Kaupmannahafnar, Copenhagen Airports A/S, gerir 15,8 milljóna kröfu og flugvélahreyflaframleiðandinn Rolls Royce leggur fram 22 milljarða króna kröfu. Þá gerir flugtengda prentsmiðjan Printavia 25 milljóna króna kröfu en fyrirtækið framleiðir til að mynda brottfararspjöld og farangursmiða. Hreyflaframleiðandinn CFM International gerir 135 milljóna kröfu. Íslenska flugmannafélagið gerir þá kröfu upp á 47,1 milljón króna en einnig má finna kröfur fjölmargra félagsmanna þeirra í kröfuskrá. Sama er uppi á teningunum hjá flugfreyjum WOW Air en Flugfreyjufélag Íslands er skráð fyrir 16.794.081 króna kröfu.WOW air varð gjaldþrota í lok mars.vísir/vilhelmÞá gera ýmsar erlendar stofnanir og borgir kröfu í búið. Tollskrifstofan í Frankfurt gerir 40 milljóna kröfu. Rekstraraðila flugvalla Parísarborgar gera 21 milljóna kröfu í búið á meðan bandarísku borgirnar Chicago og St. Louis, sem báðar voru á meðal áfangastaða WOW í Bandaríkjunum gera kröfur að andvirði 44,6 milljóna annarsvegar (Chicago) og 44,5 milljóna hinsvegar (St.Louis). Dótturfyrirtæki U.S. Bancorp, Elavon og U.S. Bank National Association, gera tveggja og rúmlega þriggja milljarða kröfur í búið. Þá gerir þýska ríkislögreglan 68 milljón króna kröfu í þrotabú WOW Air en skiptafundur fer fram 16. ágúst næstkomandi. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Kröfur í þrotabú flugfélagsins WOW Air nema rúmlega 138 milljörðum króna en 5964 kröfur bárust fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. Ekki hefur verið tekin afstaða til krafanna en farið verður yfir kröfuskrá á skiptafundi WOW Air 16. ágúst næstkomandi. Kröfur frá flugvélaleigum og öðrum fyrirtækjum innan flugbransans eru eins og gefur að skilja fyrirferðamiklar í þrotabúi WOW Air. CIT Aerospace International gerir til að mynda 52,8 milljarða króna kröfu í búið, Tungnaa Aviation Leasing gerir tæplega þriggja milljarða kröfu í búið (2.968.984.226 kr.) og hið sama gildir um leiguna Sog Aviation Leasing. (3.063.607.764 kr.). Þá gerir flugvélaleigan ALC, sem átt hefur í útistöðum við Isavia eftir fall WOW Air, 9 milljarða króna kröfu í búið.Flugmanna- og flugfreyjufélögin á meðal kröfuhafa Rekstraraðili flugvalla Kaupmannahafnar, Copenhagen Airports A/S, gerir 15,8 milljóna kröfu og flugvélahreyflaframleiðandinn Rolls Royce leggur fram 22 milljarða króna kröfu. Þá gerir flugtengda prentsmiðjan Printavia 25 milljóna króna kröfu en fyrirtækið framleiðir til að mynda brottfararspjöld og farangursmiða. Hreyflaframleiðandinn CFM International gerir 135 milljóna kröfu. Íslenska flugmannafélagið gerir þá kröfu upp á 47,1 milljón króna en einnig má finna kröfur fjölmargra félagsmanna þeirra í kröfuskrá. Sama er uppi á teningunum hjá flugfreyjum WOW Air en Flugfreyjufélag Íslands er skráð fyrir 16.794.081 króna kröfu.WOW air varð gjaldþrota í lok mars.vísir/vilhelmÞá gera ýmsar erlendar stofnanir og borgir kröfu í búið. Tollskrifstofan í Frankfurt gerir 40 milljóna kröfu. Rekstraraðila flugvalla Parísarborgar gera 21 milljóna kröfu í búið á meðan bandarísku borgirnar Chicago og St. Louis, sem báðar voru á meðal áfangastaða WOW í Bandaríkjunum gera kröfur að andvirði 44,6 milljóna annarsvegar (Chicago) og 44,5 milljóna hinsvegar (St.Louis). Dótturfyrirtæki U.S. Bancorp, Elavon og U.S. Bank National Association, gera tveggja og rúmlega þriggja milljarða kröfur í búið. Þá gerir þýska ríkislögreglan 68 milljón króna kröfu í þrotabú WOW Air en skiptafundur fer fram 16. ágúst næstkomandi.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira