Segja endurkomu Obi-Wan Kenobi yfirvofandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2019 09:30 McGregor (t.h.) sést hér í hlutverki Obi-Wan Kenobi í The Phantom Menace. Vísir/EPA Skoski leikarinn Ewan McGregor gæti snúið aftur í eitt sinna þekktustu hlutverka á næstu misserum. Afþreyingarfjölmiðlar í Bandaríkjunum greina nú frá því að leikarinn sé í viðræðum við Disney um að taka sér geislasverð í hönd og bregða sér í hlutverk Jedi-meistarans Obi-Wan Kenobi á nýjan leik. McGregor er öllum aðdáendum Stjörnustríðsmyndanna vel kunnur, en hann fór eins og áður segir með hlutverk Obi-Wan Kenobi, sem er ein dáðasta vísindaskáldskaparpersóna kvikmyndasögunnar. McGregor brá sér fyrst í hlutverkið árið 1999 í fjórðu Stjörnustríðsmyndinni, Star Wars – Episode 1: The Phantom Menace. Þá fór hann einnig með hlutverkið í myndunum Star Wars – Episode 2: Attack of the Clones (2002) og Star Wars – Episode 3: Revenge of the Sith (2005). Myndirnar þrjár eru taldar til forsögumynda (e. prequels), sem þýðir að þær gerast áður en upprunalega sagan á sér stað.IGN greinir frá því að ekki sé um kvikmyndahlutverk að ræða, heldur kæmi McGregor til með að fara með hlutverk hins gamla lærimeistara Anakins Skywalker í nýjum Stjörnustríðsþáttum á fyrirhugaðri streymisveitu Disney. Hin nýja streymisveita, sem fer af stað í nóvember og mun bera hið einfalda heiti Disney+, mun væntanlega koma sterk inn í þá samkeppni sem fyrir er á streymismarkaðnum, þar sem Hulu, Netflix og Amazon berjast fyrir um hylli áhorfenda. Bandaríkin Disney Star Wars Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Skoski leikarinn Ewan McGregor gæti snúið aftur í eitt sinna þekktustu hlutverka á næstu misserum. Afþreyingarfjölmiðlar í Bandaríkjunum greina nú frá því að leikarinn sé í viðræðum við Disney um að taka sér geislasverð í hönd og bregða sér í hlutverk Jedi-meistarans Obi-Wan Kenobi á nýjan leik. McGregor er öllum aðdáendum Stjörnustríðsmyndanna vel kunnur, en hann fór eins og áður segir með hlutverk Obi-Wan Kenobi, sem er ein dáðasta vísindaskáldskaparpersóna kvikmyndasögunnar. McGregor brá sér fyrst í hlutverkið árið 1999 í fjórðu Stjörnustríðsmyndinni, Star Wars – Episode 1: The Phantom Menace. Þá fór hann einnig með hlutverkið í myndunum Star Wars – Episode 2: Attack of the Clones (2002) og Star Wars – Episode 3: Revenge of the Sith (2005). Myndirnar þrjár eru taldar til forsögumynda (e. prequels), sem þýðir að þær gerast áður en upprunalega sagan á sér stað.IGN greinir frá því að ekki sé um kvikmyndahlutverk að ræða, heldur kæmi McGregor til með að fara með hlutverk hins gamla lærimeistara Anakins Skywalker í nýjum Stjörnustríðsþáttum á fyrirhugaðri streymisveitu Disney. Hin nýja streymisveita, sem fer af stað í nóvember og mun bera hið einfalda heiti Disney+, mun væntanlega koma sterk inn í þá samkeppni sem fyrir er á streymismarkaðnum, þar sem Hulu, Netflix og Amazon berjast fyrir um hylli áhorfenda.
Bandaríkin Disney Star Wars Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira