Viðskipti innlent

Neytendur fylgist með verðbreytingum

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Námsbækur eru nú áberandi í bókabúðum.
Námsbækur eru nú áberandi í bókabúðum. Fréttablaðið/Anton Brink

Algengasti munur á hæsta og lægsta verði á nýjum námsbókum fyrir framhaldsskóla er á bilinu 20 til 30 prósent samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. Verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi könnunina síðastliðinn fimmtudag.

Þann dag var boðið upp á 25 prósenta afslátt hjá A4 og sé tekið tillit til hans var verðið oftast lægst þar. Þar sem umræddur afsláttur gilti aðeins í þennan eina dag tekur ASÍ ekki tillit til hans. Miðað við þær forsendur reyndist Penninn oftast vera með lægsta verðið eða í 37 tilfellum af 52. Næstoftast var verðið lægst í Iðnú eða átta sinnum.

Mál og menning var hins vegar oftast með hæsta verðið en þar voru einnig fæstir titlar fáanlegir. ASÍ tekur fram að verð skólabóka sé mjög breytilegt á þessum árstíma og eru neytendur hvattir til að vera vakandi yfir verðbreytingum og tilboðum.

Mesti verðmunur reyndist á Gísla sögu Súrssonar og nam hann tæpum 74 prósentum. Kostaði bókin 2.299 krónur í Pennanum en 3.990 krónur hjá Máli og menningu. Alls var verð kannað á 52 titlum. Flestir voru til hjá Pennanum eða 48 og næstflestir hjá A4 eða 45 talsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.