Skúli telur ekkert óeðlilegt við að WOW air hafi leigt húsnæði fyrir hann í London Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2019 10:28 Skúli Mogensen. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, telur að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017. Skiptastjórar þrotabús WOW air hafa til skoðunar að krefjast endurgreiðslu á þeim kostnaði sem féll til vegna leigu á fasteigninni. Samkvæmt skýrslu sem Deloitte gerði fyrir þrotabúið kemur fram að taldar séu líkur á því að greiðslur WOW air vegna íbúðarinnar hafi ekki ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum. Deloitte telur að WOW air hafi greitt 37 milljónir vegna þessarar íbúðar frá 28. mars 2017. Enginn samningur var hins vegar í gildi á milli WOW og WOW Ltd, dótturfélags WOW air sem leigði íbúðina, vegna hennar og þá voru greiðslurnar ekki samþykktar í stjórn félagsins.Í yfirlýsingu sem Skúli sendi á fjölmiðla í dag vegna fréttaflutnings undanfarna daga um skýrslu Deloitte og þá mynd sem dregin var upp af stöðu WOW air fyrir gjaldþrot félagsins í henni kemur Skúli inn á húsnæðið í London. Segir hann að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að WOW air tæki hús á leigu fyrir forstjóra félagsins. Segir Skúli að á þeim tíma sem íbúðin var tekin á leigu hafi félagið verið að undirbúa opnun á nýrri starfsstöð í London auk þess sem að til skoðunar hafi verið að skrá félagið á markað í London. Hvort tveggja hafi kallað á verulega viðveru forstjóra félagsins í London.„WOW air skilaði yfir 4 milljörðum í hagnað árið 2016 og því voru þessi áform eðlilegt skref í áframhaldandi uppbyggingu WOW air á þeim tíma og ekkert óeðlilegt við það að félagið skyldi leigja húsnæði fyrir forstjóra félagsins í þeim tilgangi að sinna þeim verkefnum,“ segir í yfirlýsingu Skúla. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. 16. ágúst 2019 19:30 Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. 19. ágúst 2019 09:40 Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. 17. ágúst 2019 07:00 Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, telur að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017. Skiptastjórar þrotabús WOW air hafa til skoðunar að krefjast endurgreiðslu á þeim kostnaði sem féll til vegna leigu á fasteigninni. Samkvæmt skýrslu sem Deloitte gerði fyrir þrotabúið kemur fram að taldar séu líkur á því að greiðslur WOW air vegna íbúðarinnar hafi ekki ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum. Deloitte telur að WOW air hafi greitt 37 milljónir vegna þessarar íbúðar frá 28. mars 2017. Enginn samningur var hins vegar í gildi á milli WOW og WOW Ltd, dótturfélags WOW air sem leigði íbúðina, vegna hennar og þá voru greiðslurnar ekki samþykktar í stjórn félagsins.Í yfirlýsingu sem Skúli sendi á fjölmiðla í dag vegna fréttaflutnings undanfarna daga um skýrslu Deloitte og þá mynd sem dregin var upp af stöðu WOW air fyrir gjaldþrot félagsins í henni kemur Skúli inn á húsnæðið í London. Segir hann að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að WOW air tæki hús á leigu fyrir forstjóra félagsins. Segir Skúli að á þeim tíma sem íbúðin var tekin á leigu hafi félagið verið að undirbúa opnun á nýrri starfsstöð í London auk þess sem að til skoðunar hafi verið að skrá félagið á markað í London. Hvort tveggja hafi kallað á verulega viðveru forstjóra félagsins í London.„WOW air skilaði yfir 4 milljörðum í hagnað árið 2016 og því voru þessi áform eðlilegt skref í áframhaldandi uppbyggingu WOW air á þeim tíma og ekkert óeðlilegt við það að félagið skyldi leigja húsnæði fyrir forstjóra félagsins í þeim tilgangi að sinna þeim verkefnum,“ segir í yfirlýsingu Skúla.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. 16. ágúst 2019 19:30 Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. 19. ágúst 2019 09:40 Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. 17. ágúst 2019 07:00 Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. 16. ágúst 2019 19:30
Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. 19. ágúst 2019 09:40
Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. 17. ágúst 2019 07:00
Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37