Hafa fundað um flugrekstarleyfi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. júlí 2019 12:15 Hermt er að kaupandinn á eignum úr þrotabúi WOW air sé bandarískur hergagnasali sem sérhæfi sig meðal annars í flutningi vopna. Lögmaður kaupandans segist bjartsýnn á að nýtt lággjaldaflugfélag verði að veruleika á næstunni. Vísir/Vilhelm Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. Hermt er að um sé að ræða bandarískan hergagnasala sem sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Lögmaður kaupandans segist bjartsýnn á að nýtt lággjaldaflugfélag verði að veruleika á næstunni.Viðskiptablaðið greindi frá því nú skömmu fyrir hádegi að kaupandi eigna þrotabús WOW sé Michele Ballarin og félag henni tengt, Oasis Aviation Group. Þetta herma heimildir blaðsins. Þá hefur fréttastofa fengið staðfest að Indigo Partners, sem áttu í viðræðum um kaup á WOW air, eiga ekki aðild að kaupunum nú. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að bandarískir aðilar hefðu keypt allar flugrekstartengdar eignir WOW úr þrotabúi félagsins. Þetta staðfesti annar skiptastjóra búsins. Í Viðskiptablaðinu kemur fram að áður en en WOW féll hafi Ballarin verið að þefa af félaginu. Hún hafi sett sig í samband við ýmsa einstaklinga sem störfuðu hjá WOW áður en félagið féll með það að markmaði að fá fólkið aftur til starfa. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans.Michelle Ballarin er eigandi hergagnaframleiðandans Select Armor sem gerir út frá Virginíu-ríki Bandaríkjanna. Félagið býður upp á flug frá Washington-borg til Djíbúti og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans, segist ekki geta tjáð sig um það hver skjólstæðingur hans er að öðru leiti en að um sé að ræða bandarískan fjárfesti sem hefur áratuga reynslu af fjölþættum flugrekstri. „Bæði af því að reka flugvélar og ýmsa viðhaldsstarfsemi, endurgerðir á flugvélum og fleira slíkt. Umbjóðandi minn mun kynna sig með rækilegum hætti þegar þar að kemur,“ segir Páll Ágúst. Markmiðið með kaupunum hafi verið að endurvekja lágfargjaldaflugrekstur. „Markmiðið er að halda áfram þeim lággjaldaflugreksti sem WOW stóð fyrir,“ segir Páll Ágúst. Í Fréttablaðinu kemur fram að umfang viðskiptanna hlaupi á hundruðum milljóna króna sem hafi verið greitt með eingreiðslu. Páll Ágúst segir að ýmsar rekstrartengdar einingar hafi verið keyptar. „Náttúrulega nafnið, logoið og lénin. Aðrar tengdar eignir eins og hugbúnað, bókunarkerfi og ýmsar vörur sem voru seldar um borð og fleira,“ segir Páll Ágúst. Hann segir að kaupandinn vinni nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni, bæði formlega og óformlega. Umrædd viðskipti séu með öllu ótengd þeim íslensku aðilum sem undirbúið hafa stofnun nýs lággjaldafélags undir nafninu WAB. Páll segist vera bjartsýnn á að nýtt flugfélag hefji störf hér á landi á næstunni.Fréttin var uppfærð klukkan 15:12 með upplýsingum frá Indigo Partners. Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15 Ameríkanar endurreisa WOW Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags. 12. júlí 2019 06:15 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. Hermt er að um sé að ræða bandarískan hergagnasala sem sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Lögmaður kaupandans segist bjartsýnn á að nýtt lággjaldaflugfélag verði að veruleika á næstunni.Viðskiptablaðið greindi frá því nú skömmu fyrir hádegi að kaupandi eigna þrotabús WOW sé Michele Ballarin og félag henni tengt, Oasis Aviation Group. Þetta herma heimildir blaðsins. Þá hefur fréttastofa fengið staðfest að Indigo Partners, sem áttu í viðræðum um kaup á WOW air, eiga ekki aðild að kaupunum nú. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að bandarískir aðilar hefðu keypt allar flugrekstartengdar eignir WOW úr þrotabúi félagsins. Þetta staðfesti annar skiptastjóra búsins. Í Viðskiptablaðinu kemur fram að áður en en WOW féll hafi Ballarin verið að þefa af félaginu. Hún hafi sett sig í samband við ýmsa einstaklinga sem störfuðu hjá WOW áður en félagið féll með það að markmaði að fá fólkið aftur til starfa. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans.Michelle Ballarin er eigandi hergagnaframleiðandans Select Armor sem gerir út frá Virginíu-ríki Bandaríkjanna. Félagið býður upp á flug frá Washington-borg til Djíbúti og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans, segist ekki geta tjáð sig um það hver skjólstæðingur hans er að öðru leiti en að um sé að ræða bandarískan fjárfesti sem hefur áratuga reynslu af fjölþættum flugrekstri. „Bæði af því að reka flugvélar og ýmsa viðhaldsstarfsemi, endurgerðir á flugvélum og fleira slíkt. Umbjóðandi minn mun kynna sig með rækilegum hætti þegar þar að kemur,“ segir Páll Ágúst. Markmiðið með kaupunum hafi verið að endurvekja lágfargjaldaflugrekstur. „Markmiðið er að halda áfram þeim lággjaldaflugreksti sem WOW stóð fyrir,“ segir Páll Ágúst. Í Fréttablaðinu kemur fram að umfang viðskiptanna hlaupi á hundruðum milljóna króna sem hafi verið greitt með eingreiðslu. Páll Ágúst segir að ýmsar rekstrartengdar einingar hafi verið keyptar. „Náttúrulega nafnið, logoið og lénin. Aðrar tengdar eignir eins og hugbúnað, bókunarkerfi og ýmsar vörur sem voru seldar um borð og fleira,“ segir Páll Ágúst. Hann segir að kaupandinn vinni nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni, bæði formlega og óformlega. Umrædd viðskipti séu með öllu ótengd þeim íslensku aðilum sem undirbúið hafa stofnun nýs lággjaldafélags undir nafninu WAB. Páll segist vera bjartsýnn á að nýtt flugfélag hefji störf hér á landi á næstunni.Fréttin var uppfærð klukkan 15:12 með upplýsingum frá Indigo Partners.
Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15 Ameríkanar endurreisa WOW Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags. 12. júlí 2019 06:15 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15
Ameríkanar endurreisa WOW Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags. 12. júlí 2019 06:15