Innlent

Eldur í áhaldaskúr við Tennishöllina í Kópavogi

Andri Eysteinsson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. vísir/sigurjón

Eldur kom upp í áhaldaskúr á vegum Kópavogsbæjar fyrir aftan Tennishöllina og líkamsræktina Sporthúsið í Kópavogi skömmu eftir klukkan þrjú í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er um að ræða 80-100 fermetra áhaldaskúr og barst Slökkviliði tilkynning skömmu eftir klukkan 15:00 og voru bílar umsvifalaust ræstir út.

Slökkviliðsmenn frá tveimur stöðvum voru kallaðir út og ekki er vitað af slysum á fólki sökum brunans.

Enn er unnið að slökkvistarfi.

Uppfært klukkan 16:29: Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er búið að slökkva eldinn en enn er unnið að því að tryggja að eldur komi ekki upp að nýju í skúrnum.

Eldurinn er í áhaldaskúr við Sporthúsið og Tennishöllina. Mynd/Aðsend


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.