Viðskipti erlent

Vandræðagangur með myndir á Facebook, Instagram og WhatsApp

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Notendur á Íslandi hafa orðið varir við bilunina.
Notendur á Íslandi hafa orðið varir við bilunina. Getty/Chesnot
Fjölmargir notendur samfélagsmiðla hafa lent í vandræðum með að birta myndir á Facebook, skoða sögur á Instagram eða senda skilaboð á WhatsApp. Facebook segist vera meðvitað um vandamálið og unnið sé að lausn.Vandamálið byrjaði um klukkan 13 að íslenskum tíma og virðist vera að leysast úr því ef marka má stöðu mála hjá DownDetector sem fylgist með gengi vefsíðna og smáforrita.Svo virðist sem vandamálið nái til sumra mynda en ekki allra. Sumar birtast en aðrar ekki. Sama vandamál virðist vera við lýði í Facebook Messenger.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,59
1
1.288

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,56
15
6.123
REGINN
-3,59
20
47.585
EIK
-3,31
8
62.252
VIS
-3,22
7
89.006
SJOVA
-2,66
11
32.075
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.