Tveir sjóðir á vegum bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Wellington Management hafa minnkað hlut sinn í Eimskipi úr 2,8 prósentum í 0,7 prósent frá því í febrúar.
Annar sjóðurinn átti 0,6 prósent og hefur selt allan hlut sinn. Hluthafalisti flutningafyrirtækisins hafði ekki verið uppfærður frá 8. febrúar fyrr en nú við upphaf júlímánaðar.
Birta lífeyrissjóður, sem er fimmti stærsti hluthafi Eimskips, jók við eign sína úr 4,5 prósentum í 5,8 prósent, samkvæmt hluthafalistunum.
Á umræddu tímabili lækkaði gengi Eimskips í Kauphöll um átta prósent en Úrvalsvísitalan hækkaði um 18 prósent.
Wellington selur í Eimskip
Helgi Vífill Júlíusson skrifar

Mest lesið


Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi
Viðskipti erlent

Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur
Viðskipti innlent

Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð
Viðskipti innlent


Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið
Viðskipti innlent

Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda
Viðskipti erlent

Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“
Viðskipti innlent

Í vinnutengdri ástarsorg
Atvinnulíf

Verðbólgan hjaðnar á ný
Viðskipti innlent
Fleiri fréttir
