Körfubolti

Westbrook tilbúinn að yfirgefa Oklahoma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Westbrook var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar 2017.
Westbrook var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar 2017. vísir/getty

Russell Westbrook er tilbúinn að yfirgefa Oklahoma City Thunder sem hann hefur leikið með allan sinn feril í NBA-deildinni.

Oklahoma skipti Paul George til Los Angeles Clippers og Westbrook gæti einnig horfið á braut samkvæmt heimildum ESPN. Hann ku vilja spila fyrir lið sem getur barist um NBA-meistaratitilinn.

Leikstjórnandinn hefur m.a. verið orðaður við Miami Heat þar sem hann myndi spila með Jimmy Butler sem kom til félagsins í sumar.


Það gæti þó reynst þrautinni þyngri fyrir Oklahoma að skipta hinum þrítuga Westbrook í burtu því hann á fjögur ár eftir af samningi sínum. Á þessum fjórum árum á hann að fá 170 milljónir Bandaríkjadala í laun.

Oklahoma hefur ekki unnið einvígi í úrslitakeppninni síðan Kevin Durant yfirgaf félagið 2016. Westbrook, Durant og James Harden voru í aðalhlutverkum hjá Oklahoma þegar liðið fór alla leið í úrslit 2012. Þar tapaði Oklahoma fyrir Miami, 4-1.

Undanfarin þrjú tímabil hefur Westbrook verið með þrefalda tvennu að meðaltali í leik. Hann var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar fyrir tveimur árum.

NBA

Tengdar fréttir

Stjörnufans í Staples Center

Fjórar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í körfubolta leika með Los Angeles liðunum, Clippers og Lakers, á næsta tímabili.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.