Lífið

Far­þegar brustu í söng þegar Back­street Boys voru spilaðir

Sylvía Hall skrifar
Maðurinn með bakpokann náði aldeilis að rífa upp stemninguna í lestinni.
Maðurinn með bakpokann náði aldeilis að rífa upp stemninguna í lestinni. Skjáskot
Á sunnudagskvöld átti sér stað skemmtilegt atvik í neðanjarðarlest í New York þegar farþegi mætti með hátalara í lestina. Maðurinn, sem var bæði ber að ofan og spilaði tónlistina hærra en mörgum myndi líka, náði þó farþegum óvænt á sitt band.Einn farþeganna, Joel Wertheimer, var að ferðast með lestinni þetta sama kvöld. Í færslu sem hann birtir á Twitter-síðu sinni segist hann hafa átt erfiða viku og hafi ekki beint verið í skapi fyrir uppátæki mannsins.Allt þetta breyttist þó þegar maðurinn fór að spila hinn sígilda slagara með Backstreet Boys, I Want It That Way. Fljótlega fóru aðrir farþegar að raula með laginu og fyrr en varði var næstum því allur vagninn farinn að syngja með.„Ég var ekki í skapi fyrir neina sýningu í rauninni. En stundum kemur fólk og lífið þér á óvart og örlitlir töfrar eiga sér stað,“ skrfaði Wertheimer.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.