Viðskipti innlent

Andri Már greiddi sig frá málsóknum

Hörður Ægisson skrifar
Andri Már Ingólfsson er fyrrverandi aðaleigandi Primera air samstæðunnar.
Andri Már Ingólfsson er fyrrverandi aðaleigandi Primera air samstæðunnar. Fréttablaðið/GVA

Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta síðasta haust, reiddi fram tæplega 200 milljónir króna í reiðufé til þrotabús flugfélagsins gegn því að fallið yrði frá málsóknum á hendur honum, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Til viðbótar samþykkti Andri Már að falla frá þeim kröfum sem hann hafði lýst í þrotabúið, eins og áður hefur komið fram, en kröfur hans og félaga á hans vegum, þar á meðal félags í eigu dönsku ferðaskrifstofunnar Bravo Tours, námu samanlagt ríflega tveimur milljörðum króna.

Samkomulag náðist á milli Andra Más og þrotabús Primera Air á Íslandi, sem lögmaðurinn Eiríkur Elís Þorláksson stýrir, í síðasta mánuði. Andri Már var næststærsti kröfuhafi búsins á eftir Arion banka.

Rekstur Prim­era Air og erlendra dótturfélaga stöðvaðist í október í fyrra þegar félögin voru tekin til gjaldþrotaskipta. Lýstar kröfur í búið nema rúmlega 10 milljörðum króna

Bankinn þurfti að færa niður tæplega þrjá milljarða króna í ábyrgðum og lánveitingum vegna gjaldþrotsins.

Fram kom í skýrslu skiptastjóra sem var lögð fram á skiptafundi þrotabús flugfélagsins í febrúar að rannsóknir hans hefðu „leitt í ljós að mögulegt sé að fyrirsvarsmenn félagsins hafi bakað því tjón“ í að minnsta kosti tveimur tilvika.

Auk þess var tekið fram að skiptastjórinn hefði það til skoðunar „hvernig staðið var að reikningsskilum þrotamannsins að öðru leyti“.

Í skýrslunni sagði jafnframt að athugun skiptastjóra á reikningsskilum flugfélagsins kynni að leiða til þess að þrotabúið gæti sótt frekari fjárkröfur á hendur þeim sem báru ábyrgð á reikningsskilunum. Endurskoðendur Primera Air voru frá ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
4,07
9
303.378
SYN
2,64
5
27.100
SKEL
2,23
11
194.125
TM
2,09
5
37.017
VIS
2,08
9
112.993

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-0,72
3
4.135
ORIGO
-0,56
2
2.001
KVIKA
0
5
43.093
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.