Framtakssjóðurinn fékk tvö hundruð milljóna eingreiðslu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. júní 2019 06:30 Framtakssjóðurinn seldi hlut í Advania 2014 og 2015. Fréttablaðið/Ernir Meirihlutaeigendur Advania, sem keyptu hlut Framtakssjóðs Íslands í upplýsingatæknifélaginu á árunum 2014 og 2015, greiddu sjóðnum 200 milljónir króna í byrjun ársins. Upplýst er um eingreiðsluna í nýjum ársreikningi Framtakssjóðsins en þar kemur fram að við kaupin hafi kaupendurnir skuldbundið sig til þess að standa skil á greiðslunni ef hlutabréf í félaginu yrðu ekki skráð á verðbréfamarkað fyrir lok árs 2018. Finnski fjárfestingasjóðurinn Nordic Mezzanine, sænskir fjárfestar og lykilstjórnendur Advania keyptu sem kunnugt er 71 prósents hlut Framtakssjóðsins í upplýsingatæknifélaginu á árunum 2014 og 2015 en við það tilefni var jafnframt tilkynnt um að stefnt yrði að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað í Svíþjóð og á Íslandi. Þau áform hafa enn ekki gengið eftir og sagði Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, í samtali við Fréttablaðið í fyrra að með tilkomu fjárfestingarsjóðsins VIA equity og danska lífeyrissjóðsins PFA í hluthafahóp félagsins – en sjóðirnir keyptu 30 prósenta hlut í Advania síðasta haust og lögðu félaginu auk þess til aukið hlutafé – hefði dregið úr líkunum á að af skráningu yrði á næstu misserum. Á aðalfundi Framtakssjóðsins í lok síðasta mánaðar var samþykkt að greiða út 2,4 milljarða króna arð til hluthafa, sem eru fjórtán lífeyrissjóðir, Landsbankinn og VÍS, í tvennu lagi. 500 milljónir króna verða greiddar í þessum mánuði og 1.900 milljónir króna í nóvember. Eftir umræddar útgreiðslur, sem skýrast aðallega af sölu á dótturfélagi Icelandic Group auk ávöxtunar bundinna fjármuna, hefur Framtakssjóðurinn alls greitt út 88,6 milljarða króna til hluthafa en kallað inn 43,3 milljarða króna. Vænt innri ávöxtun sjóðsins frá upphafi er 22,7 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Meirihlutaeigendur Advania, sem keyptu hlut Framtakssjóðs Íslands í upplýsingatæknifélaginu á árunum 2014 og 2015, greiddu sjóðnum 200 milljónir króna í byrjun ársins. Upplýst er um eingreiðsluna í nýjum ársreikningi Framtakssjóðsins en þar kemur fram að við kaupin hafi kaupendurnir skuldbundið sig til þess að standa skil á greiðslunni ef hlutabréf í félaginu yrðu ekki skráð á verðbréfamarkað fyrir lok árs 2018. Finnski fjárfestingasjóðurinn Nordic Mezzanine, sænskir fjárfestar og lykilstjórnendur Advania keyptu sem kunnugt er 71 prósents hlut Framtakssjóðsins í upplýsingatæknifélaginu á árunum 2014 og 2015 en við það tilefni var jafnframt tilkynnt um að stefnt yrði að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað í Svíþjóð og á Íslandi. Þau áform hafa enn ekki gengið eftir og sagði Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, í samtali við Fréttablaðið í fyrra að með tilkomu fjárfestingarsjóðsins VIA equity og danska lífeyrissjóðsins PFA í hluthafahóp félagsins – en sjóðirnir keyptu 30 prósenta hlut í Advania síðasta haust og lögðu félaginu auk þess til aukið hlutafé – hefði dregið úr líkunum á að af skráningu yrði á næstu misserum. Á aðalfundi Framtakssjóðsins í lok síðasta mánaðar var samþykkt að greiða út 2,4 milljarða króna arð til hluthafa, sem eru fjórtán lífeyrissjóðir, Landsbankinn og VÍS, í tvennu lagi. 500 milljónir króna verða greiddar í þessum mánuði og 1.900 milljónir króna í nóvember. Eftir umræddar útgreiðslur, sem skýrast aðallega af sölu á dótturfélagi Icelandic Group auk ávöxtunar bundinna fjármuna, hefur Framtakssjóðurinn alls greitt út 88,6 milljarða króna til hluthafa en kallað inn 43,3 milljarða króna. Vænt innri ávöxtun sjóðsins frá upphafi er 22,7 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira