Þróa sjálfvirka sævængi til að láta vindinn draga skip áfram Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2019 16:42 Með sævængjum er hugmyndin að láta vindorku hjálpa til við að knýja skipin áfram. Teikning/Airseas. „Sævængir þýða byltingu fyrir siglingar og fyrir umhverfið,“ sagði Akira Misaki, forstjóri japanska skipafélagsins K-line, við undirritun samnings við fyrirtækið Airseas, dótturfélag Airbus, um nýjan seglbúnað fyrir skip, byggðan á flugtækni. Samningurinn var undirritaður á flugsýningunni í París í gær og felur í sér tuttugu ára þróunarverkefni. Sævængur er einskonar sjálfvirkur flugdreki sem nýtir eiginleika svifvængs. Byrjað verður á því að koma sævæng fyrir á einu flutningaskipi og láta þannig vindinn hjálpa til við að draga það áfram. Með því að nýta vindorku með þessum hætti er talið unnt að draga úr losun koltvísýrings viðkomandi skips um 20 prósent. Í framhaldi af tilraunum hyggst K-line, eða Kawasaki Kisen Kaisha, eins og skipafélagið heitir formlega, kaupa fimmtíu sævængi á skip sín. „Með því að nýta flugtækni sævængja minnkum við umhverfisfótspor skipa okkar um 5.200 tonn koltvísýrings á ári. Þetta mun stuðla að því markmiði okkar að draga úr losun koltvísýrings um helming fyrir árið 2050,“ sagði Misaki, forstjóri K-line. Airseas-fyrirtækið hóf þróun sævængsins árið 2016 og prófaði frumgerðina á sjó í árslok 2017. Það hyggst sjálft fyrir árslok 2020 koma fyrir 500 fermetra sævæng á 150 metra löngu flutningaskipi, sem siglir yfir Atlantshafið á leiðinni milli Saint-Nazaire í Frakklandi og Mobile í Alabama í Bandaríkunum. Japanska skipafélagið áformar að hafa 1.000 fermetra sævængi á sínum skipum og er stefnt að því að sá fyrsti verði kominn í notkun árið 2021. Markmið Airbus er að fyrir árið 2025 verði yfir eitthundrað skip dregin áfram á sævængjum. Airbus Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
„Sævængir þýða byltingu fyrir siglingar og fyrir umhverfið,“ sagði Akira Misaki, forstjóri japanska skipafélagsins K-line, við undirritun samnings við fyrirtækið Airseas, dótturfélag Airbus, um nýjan seglbúnað fyrir skip, byggðan á flugtækni. Samningurinn var undirritaður á flugsýningunni í París í gær og felur í sér tuttugu ára þróunarverkefni. Sævængur er einskonar sjálfvirkur flugdreki sem nýtir eiginleika svifvængs. Byrjað verður á því að koma sævæng fyrir á einu flutningaskipi og láta þannig vindinn hjálpa til við að draga það áfram. Með því að nýta vindorku með þessum hætti er talið unnt að draga úr losun koltvísýrings viðkomandi skips um 20 prósent. Í framhaldi af tilraunum hyggst K-line, eða Kawasaki Kisen Kaisha, eins og skipafélagið heitir formlega, kaupa fimmtíu sævængi á skip sín. „Með því að nýta flugtækni sævængja minnkum við umhverfisfótspor skipa okkar um 5.200 tonn koltvísýrings á ári. Þetta mun stuðla að því markmiði okkar að draga úr losun koltvísýrings um helming fyrir árið 2050,“ sagði Misaki, forstjóri K-line. Airseas-fyrirtækið hóf þróun sævængsins árið 2016 og prófaði frumgerðina á sjó í árslok 2017. Það hyggst sjálft fyrir árslok 2020 koma fyrir 500 fermetra sævæng á 150 metra löngu flutningaskipi, sem siglir yfir Atlantshafið á leiðinni milli Saint-Nazaire í Frakklandi og Mobile í Alabama í Bandaríkunum. Japanska skipafélagið áformar að hafa 1.000 fermetra sævængi á sínum skipum og er stefnt að því að sá fyrsti verði kominn í notkun árið 2021. Markmið Airbus er að fyrir árið 2025 verði yfir eitthundrað skip dregin áfram á sævængjum.
Airbus Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira