Viðskipti innlent

Tölvulistinn kaupir tölvudeild Þórs

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Verslun Þórs hf. í Ármúla. Umrædda tilkynningu má sjá fyrir miðri mynd.
Verslun Þórs hf. í Ármúla. Umrædda tilkynningu má sjá fyrir miðri mynd. Vísir/Vilhelm
Tölvulistinn ehf. hefur keypt rekstur tölvudeildar Þórs hf., sem hefur selt og þjónustað Epson-prentara á Íslandi frá árinu 1979.

Í tilkynningu sem birt er í glugga verslunar Þórs kemur einnig fram að samhliða kaupunum verði rekstri tölvudeildar Þórs hætt. Öll sala og þjónusta á Epson-prenturum færist þannig alfarið til Tölvulistans.

„Tölvulistinn hefur síðan 2009 flutt inn og selt Espon prentara og því er góð þekking og reynsla á Epson vörum innandra hjá Tölvulistanum. Ánægjulegt verður því að þjónusta viðskiptavini tölvudeildar Þórs,“ segir að endingu í tilkynningunni sem fulltrúar fyrirtækjanna tveggja undirrita.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×