Íslenski boltinn

Skagamenn ætla ekki að missa Bjarka Stein

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bjarki Steinn ásamt Sigurði Sigursteinssyni, framkvæmdastjóra KFÍA.
Bjarki Steinn ásamt Sigurði Sigursteinssyni, framkvæmdastjóra KFÍA. mynd/ía

Bjarki Steinn Bjarkason hefur slegið í gegn í upphafi tímabils með ÍA og Skagamenn ætla ekki að missa hann neitt í bráð og hafa því gert nýjan samning við leikmanninn.

Þessi skemmtilegi leikmaður er búinn að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við ÍA en hann kom til félagsins á síðasta ári frá Aftureldingu.  

Bjarki Steinn er fæddur árið 2000 og fagnar því að fá að spila áfram í gulu treyjunni.

„Ég er mjög ánægður með að gera nýjan samning við ÍA. Það er frábær stemning í hópnum og liðsheildin er mjög þétt. Tímabilið hefur byrjað ótrúlega vel og það er virkilega gaman að taka þátt í því,“ sagði Bjarki Steinn í yfirlýsingu frá ÍA.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.