Fótbolti

Komið að ögurstundu hjá Rúnari Alex og félögum í fallbaráttunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Alex og ofurstjarnan Kylian Mbappé.
Rúnar Alex og ofurstjarnan Kylian Mbappé. vísir/getty

Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Dijon róa lífróður í fallbaráttu frönsku úrvalsdeildarinnar sem lýkur í kvöld.

Í lokaumferðinni tekur Dijon á móti Toulouse. Dijon er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með 31 stig, tveimur stigum á eftir Caen sem er í sætinu fyrir ofan.

Guingamp er þegar fallið og liðið í 19. sæti fylgir þeim niður í B-deildina. Liðið sem endar í 18. sæti mætir hins vegar Troyes eða Lens í tveimur umspilsleikjum um sæti í frönsku úrvalsdeildinni.

Til að komast í umspilið þarf Dijon að vinna Toulouse og treysta á að Bordeaux vinni Caen á sama tíma. Ef Dijon vinnur og Caen gerir jafntefli verða liðin jöfn að stigum. Caen verður þó alltaf fyrir ofan Dijon sökum betri markatölu. Caen er með 24 mörk í mínus en Dijon 30.

Rúnar Alex kom til Dijon frá Nordsjælland fyrir tímabilið. Hann hefur leikið 24 af 37 deildarleikjum Dijon í vetur.

Það eina sem er óráðið í frönsku úrvalsdeildinni er hvaða lið falla. Paris Saint-Germain er löngu búið að tryggja sér meistaratitilinn og Lille og Lyon fylgja liðinu í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Saint-Étienne, Rennes og Strasbourg fara í Evrópudeildina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.