Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Svartolía verður bönnuð í íslenskri landhelgi frá og með áramótum samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem voru birt í dag. Olían er sú óhreinasta sem notuð er í skipaflotanum og þetta er bæði mikilvægt loftgæða- og loftslagsmál að sögn umhverfisráðherra. Rætt verður við fyrirtæki sem munu finna verulega fyrir breytingunum í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Einnig verður fjallað um afsögn Theresu May sem hún tilkynnti í morgun í tilfinningaþurnginni ræðu og veltum fyrir okkur hver tekur við stjórnartaumunum.

Við segjum frá jarðhitaskóla sem mun hefja starfsemi sína á næstu mánuðum í Kína sem er að íslenskri fyrirmynd og sjáum myndir frá UNICEF-hlaupi í Laugardalnum auk loftlagsmótmæla víða um heim, þar á meðal í Reykjavík.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×