Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Svartolía verður bönnuð í íslenskri landhelgi frá og með áramótum samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem voru birt í dag. Olían er sú óhreinasta sem notuð er í skipaflotanum og þetta er bæði mikilvægt loftgæða- og loftslagsmál að sögn umhverfisráðherra. Rætt verður við fyrirtæki sem munu finna verulega fyrir breytingunum í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Einnig verður fjallað um afsögn Theresu May sem hún tilkynnti í morgun í tilfinningaþurnginni ræðu og veltum fyrir okkur hver tekur við stjórnartaumunum.

Við segjum frá jarðhitaskóla sem mun hefja starfsemi sína á næstu mánuðum í Kína sem er að íslenskri fyrirmynd og sjáum myndir frá UNICEF-hlaupi í Laugardalnum auk loftlagsmótmæla víða um heim, þar á meðal í Reykjavík.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi kl. 18:30Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.