MacKenzie Bezos ætlar að gefa helming auðæfa sinna Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2019 14:46 Jeff og MacKenzie Bezos. AP/Evan Agostini MacKenzie Bezos, fyrrverandi eiginkona Jeff Bezos, stofnanda Amazon og ríkasta manns heims, ætlar að gefa helming auðæfa sinna til góðgerðarmála. Eignir hennar eru metnar á um 35 milljarða dala en hún hefur nú gengið til liðs við þá Mark Zucherberg, Richard Branson og Robert F. Smith og hafa þau öll heitið því að gefa helming auðæfa sinna á ævi þeirra. Bezos-hjónin skildu fyrr á þessu ári og fékk MacKenzie fjögur prósent verðmætis Amazon. Fleiri auðjöfrar hafa einnig heitið því sama en það voru þeir Bill Gates og Warren Buffett sem hófu áheitið, sem gengur undir nafninu Giving Pledge. Árið 2010 hétu 40 af ríkustu aðilum Bandaríkjanna að verja helmingi auðæfa sinna til góðgerðarmála og hafa sífellt fleiri gefið heit í kjölfarið, samkvæmt Forbes.Í bréfi sem hefur verið birt á vef Giving Pledge segir Bezos að hún eigi óvenju mikinn auð til að deila. Hún tekur ekki fram til hvaða góðgerðarmál hún ætlar að styðja og segist hún ætla að vanda vel til verks.„Ég ætla þó ekki að bíða. Og ég mun halda áfram þar til peningaskápurinn er tómur,“ skrifar Bezos. Amazon Bandaríkin Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
MacKenzie Bezos, fyrrverandi eiginkona Jeff Bezos, stofnanda Amazon og ríkasta manns heims, ætlar að gefa helming auðæfa sinna til góðgerðarmála. Eignir hennar eru metnar á um 35 milljarða dala en hún hefur nú gengið til liðs við þá Mark Zucherberg, Richard Branson og Robert F. Smith og hafa þau öll heitið því að gefa helming auðæfa sinna á ævi þeirra. Bezos-hjónin skildu fyrr á þessu ári og fékk MacKenzie fjögur prósent verðmætis Amazon. Fleiri auðjöfrar hafa einnig heitið því sama en það voru þeir Bill Gates og Warren Buffett sem hófu áheitið, sem gengur undir nafninu Giving Pledge. Árið 2010 hétu 40 af ríkustu aðilum Bandaríkjanna að verja helmingi auðæfa sinna til góðgerðarmála og hafa sífellt fleiri gefið heit í kjölfarið, samkvæmt Forbes.Í bréfi sem hefur verið birt á vef Giving Pledge segir Bezos að hún eigi óvenju mikinn auð til að deila. Hún tekur ekki fram til hvaða góðgerðarmál hún ætlar að styðja og segist hún ætla að vanda vel til verks.„Ég ætla þó ekki að bíða. Og ég mun halda áfram þar til peningaskápurinn er tómur,“ skrifar Bezos.
Amazon Bandaríkin Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira