Lífið

Gleðin allsráðandi á árshátíð Sýnar

Sylvía Hall skrifar
Friðrik Dór og Jón Jónsson voru veislustjórar kvöldsins.
Friðrik Dór og Jón Jónsson voru veislustjórar kvöldsins. Marinó Flóvent

Árshátíð Sýnar fór fram í gærkvöldi og var hún haldin með pompi og prakt í Laugardalshöllinni.

Veislustjórar kvöldsins voru söngelsku bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson og skemmtu þeir gestum af sinni alkunnu snilld. Einnig steig diskódívan Helga Möller einnig á svið við mikinn fögnuð viðstaddra.

Herra Hnetusmjör var einnig á meðal skemmtikrafta og tók sín vinsælustu lög. Þá léku Bjartar sveiflur fyrir dansi og var það engin önnur en Birgitta Haukdal sem tók nokkur lög með þeim.

Ljósmyndarinn Marinó Flóvent var á svæðinu og smellti myndum af árshátíðargestum sem skemmtu sér konunglega.


Vísir er í eigu Sýnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.