Fótbolti

PSG vill halda Buffon

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Buffon í markinu hjá PSG.
Buffon í markinu hjá PSG. vísir/getty

Hinn 41 árs gamli markvörður Gianluigi Buffon hefur staðfest að PSG hafi gert honum nýtt samningstilboð.

Upprunalega ætlaði hann sér að leggja skóna á hilluna fyrir ári síðan en þá kom PSG óvænt með tilboð sem var of freistandi fyrir ítalska markvörðinn.

Mikil ánægja var með hans störf í vetur og PSG hefur því boðið honum nýjan samning en gamli samningurinn var aðeins til eins árs.

Buffon spilaði 24 leiki fyrir PSG í vetur og deildi markvarðarstöðunni með Alphonse Areola.

„Ég er mjög ánægður að hafa fengið nýtt samningstilboð. Ég mun taka mér nokkra daga til þess að meta stöðuna áður en ég tek ákvörðun. Hér hefur verið frábært að vera engu að síður,“ sagði Buffon.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.