Viðskipti innlent

Spá efnahagssamdrætti í fyrsta sinn frá 2011

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.
Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.

Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi er nú útlit fyrir efnahagssamdrátt á þessu ári eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011. Frá þessu er greint þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans fyrir árin 2019-2021 sem birtist í morgun.

Hagfræðideild Landsbankans hafði gert ráð fyrir 2,6% hagvexti á þessu ári en vegna áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi, gjaldþroti WOW air og loðnubrests, er nú gert ráð fyrir 0,5% samdrætti á þessu ári. 

Hagfræðingar Landsbankans reikna með að samdrátturinn vari stutt og á næsta ári megi gera ráð fyrir um 2,5% hagvexti. Byggist þessi spá á auknum fjárfestingum hins opinbera, íbúðafjárfestingu, einkaneyslu og hægfara viðsnúningi í ferðaþjónustu.

Gert er ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fækki um 14 prósent á þessu ári en að þeim fjölgi svo aftur um 5 prósent á næsta ári og um 8,7 prósent á árinu 2021. Ef sú spá gengur eftir verður fjöldi ferðamanna árið 2021 svipaður og hann var í fyrra.

Verðbólgan á fyrsta ársfjórðungi þessa árs mældist 3,1 prósent en hagfræðingar Landsbankans reikna með að hún nái hámarki á fyrstu sex mánuðum næsta árs og verði þá 3,6 prósent. Búist er við að verðbólga muni leita aftur niður á við og fara niður í verðbólgumarkmiðið, 2,5%, á öðrum ársfjórðungi 2021.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.