Handbolti

Aron og félagar komnir til Kölnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron skoraði tvö mörk í dag.
Aron skoraði tvö mörk í dag. vísir/getty
Barcelona er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir sigur á Nantes, 29-26, á heimavelli í kvöld. Börsungar unnu fyrri leikinn í Frakklandi, 25-32, og einvígið 61-51 samanlagt.

Veszprém tryggði sér einnig sæti í undanúrslitunum með sigri á Flensburg í dag, 29-25. Úrslitahelgin fer venju samkvæmt fram í Köln.

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Barcelona í dag. Lasse Andersson var markahæstur Börsunga með fimm mörk. Nicolas Tournat skoraði einnig fimm mörk fyrir Nantes sem komst í úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra.

Aron vann Meistaradeildina með Kiel 2010 og 2012 og á möguleika á að bæta þriðja Meistaradeildartitlinum í safnið.

Barcelona hefur níu sinnum unnið Meistaradeildina, oftast allra liða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×