Körfubolti

Hafa unnið sex af átta útileikjum í úrslitakeppninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurkarl Róbert Jóhannsson skoraði sigurkörfu ÍR gegn KR í gær.
Sigurkarl Róbert Jóhannsson skoraði sigurkörfu ÍR gegn KR í gær. vísir/vilhelm
ÍR vann dramatískan sigur á KR, 86-89, í þriðja leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í gær og eru aðeins einum sigri frá því að verða meistarar í fyrsta sinn í 42 ár. Liðin mætast í fjórða sinn í Seljaskóla á fimmtudaginn.

ÍR hefur unnið báða leikina gegn KR í DHL-hölinni í úrslitaeinvíginu. Alls hafa Breiðhyltingar unnið sex af átta útileikjum sínum í úrslitakeppninni í ár, þar af tvo oddaleiki. Og það ekki á neinum smá heimavöllum.

ÍR-ingar unnu tvo leiki í Ljónagryfjunni í Njarðvík í 8-liða úrslitunum, þ.á.m. oddaleik liðanna, 74-86.

ÍR vann svo tvo leiki í Ásgarði í Garðabæ í einvíginu gegn Stjörnunni í undanúrslitunum. ÍR vann leiki þrjú og fimm í Stjörnurimmunni á útivelli og liðið hefur því unnið fjóra útileiki í röð í úrslitakeppninni.

Breiðhyltingar hafa hins vegar tapað þremur af fimm heimaleikjum sínum í úrslitakeppninni.

Vinni ÍR KR í Seljaskóla á fimmtudaginn verður liðið Íslandsmeistari í 16. sinn í sögu félagsins.

Útileikir ÍR í úrslitakeppninni:

8-liða úrslit:

Njarðvík 76-71 ÍR, -5

Njarðvík 64-70 ÍR, +6

Njarðvík 74-86 ÍR, +12

Undanúrslit:

Stjarnan 96-63 ÍR, -33

Stjarnan 62-68 ÍR, +6

Stjarnan 79-83 ÍR, +4

Úrslit:

KR 83-89 ÍR, +6

KR 86-89 ÍR, +3


Tengdar fréttir

Sjáðu flautukörfu Sigurkarls

Sigurkarl Róbert Jóhannesson varð hetja ÍR-inga í framlengingu gegn KR í þriðja leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×