Handbolti

Aðalsteinn stýrði Erlangen til sigurs á Magdeburg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aðalsteinn hefur gert góða hluti með Erlangen.
Aðalsteinn hefur gert góða hluti með Erlangen. vísir/getty
Erlangen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson stýrir, vann góðan sigur á Magdeburg, 26-25, á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Með sigrinum fór Erlangen upp í 9. sæti deildarinnar.

Í síðustu fjórum heimaleikjum sínum hafa strákarnir hans Aðalsteins unnið Magdeburg og Bergischer og gert jafntefli við Rhein-Neckar Löwen og Hannover-Burgdorf.

 

Norski línumaðurinn Petter Overby skoraði sigurmark Erlangen á 57. mínútu. Ekkert mark var skorað á síðustu þremur mínútum leiksins.

Erlangen lenti undir, 18-20, en vann síðustu 20 mínútur leiksins, 8-5.

Florian von Gruchalla var markahæstur í liði Erlangen með sex mörk. Nico Büdel og Andreas Schröder skoruðu fimm mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×