Handbolti

Aðalsteinn stýrði Erlangen til sigurs á Magdeburg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aðalsteinn hefur gert góða hluti með Erlangen.
Aðalsteinn hefur gert góða hluti með Erlangen. vísir/getty

Erlangen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson stýrir, vann góðan sigur á Magdeburg, 26-25, á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Með sigrinum fór Erlangen upp í 9. sæti deildarinnar.

Í síðustu fjórum heimaleikjum sínum hafa strákarnir hans Aðalsteins unnið Magdeburg og Bergischer og gert jafntefli við Rhein-Neckar Löwen og Hannover-Burgdorf.

 
Norski línumaðurinn Petter Overby skoraði sigurmark Erlangen á 57. mínútu. Ekkert mark var skorað á síðustu þremur mínútum leiksins.

Erlangen lenti undir, 18-20, en vann síðustu 20 mínútur leiksins, 8-5.

Florian von Gruchalla var markahæstur í liði Erlangen með sex mörk. Nico Büdel og Andreas Schröder skoruðu fimm mörk hvor.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.