Körfubolti

Boston fyrsta liðið í undanúrslit Austurdeildar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Boston menn geta farið sáttir að sofa
Boston menn geta farið sáttir að sofa vísir/getty
Boston Celtics varð fyrsta liðið til þess að tryggja sig áfram í aðra umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar þegar liðið lagði Indiana Pacers í fjórða sinn.

Gordon Hayward fór fyrir liði Boston sem vann 110-106 sigur á Indiana. Boston vann því einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Austurdeildarinnar 4-0 og er komið áfram í undanúrslitin.

Marcus Morris og Jayson Tatum bættu báðir við 18 stigum hvor.



Boston komst í 8-0 og það þurfti leikhlé til þess að vekja heimamenn í Indiana til lífsins. Þá fóru þeir á þrettán stiga áhlaup og tóku forystuna. Þegar fyrsti fjórðungur var úti munaði tveimur stigum á liðunum, Indiana leiddi 23-21.

Liðin skiptust á að gera áhlaup og var leikurinn spennandi allt til loka. Boston náði upp smá forskoti þegar fór að líða á fjórða fjórðunginn og dugði það til þess að halda leikinn út og fara með sigur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×